Skemmtiferð til Vestmannaeyja

Vel skipulögð dagsferð með leiðsögn

Frábær leið til þess að upplifa Vestmannaeyjar, mátulegur skammtur af fróðleik og geggjaður matur.  Glimrandi skemmtun fyrir hópinn þinn þar sem tækifæri til að búa til skemmtilegar minningar eru á hverju horni. Eyjan í öllu sínu veldi klikkar ekki með náttúrufegurð á heimsmælikvarða og stórbrotna sögu. VESTMANNAEYJAR - alltaf góð hugmynd.
Í boði
Apríl - Nov
Lengd
Dagsferð
Fjöldi í hóp
Lágmark 12 pers.

Skemmtiferðin er ein af vinsælustu ferðunum okkar og hefur slegið rækilega í gegn. Ferð sem er fullkomin fyrir allar gerðir af hópum; vinahópar, saumaklúbbar, vinnustaðir, starfsmannaferðir o.s.frv.

Skemmtiferðin spannar 5-7 klst í eyjum og er alveg pökkuð af fróðleik, skemmtun og góðum mat. Það er frábært að kíkja yfir til eyja og fá ævintýraferð án þess að eyða allt of miklum tíma í undirbúning og vera með afþreyinguna klára í höndum heimamanna. Pökkuð dagsferð er tilvalin til að njóta lífsins í góðra vina hópi og snúa svo aftur til hversdagsins eftir góða stemningu í eyjum.

Vestmannaeyjar eru margslungnar, með stórbrotið landslag og hressa heimamenn. Ferðin hefst í Landeyjahöfn og mikilvægt er að vera mætt 30 mínútum fyrir brottför. Stutt sigling á milli lands og eyja gefur fyrirheit um góðan dag og náttúran sýnir strax sínar bestu hliðar í innsiglingunni.

Starfsmenn Víkingferða taka hress á móti hópnum þegar komið er til eyja, við elskum að fá gesti og sýna þeim hvað heimkynni okkar hafa upp á að bjóða.

Við byrjum á útsýnisferð um eyjuna. Keyrt er á alla vinsælustu staðina eins og Sprönguna þar sem hópurinn fær tækifæri á að spreyta sig eftir smá sýningu frá vönum sprangara. Við förum inn í Herjólfsdal og út í Stórhöfða það sem útsýnið er stórkostlegt, við mælum með að smella af einni hópmynd hér. Keyrt er yfir nýja-hraunið og gengið á hrauninu sem flæddi yfir þriðjung húsanna sem stóðu á eyjunni árið 1973. Skemmtisögur í bland við ótrúlegar staðreyndir úr sögu eyjanna gera þessa útsýnisferð einstaklega skemmtilega.

Hádegisverður á einu af frábæru veitingahúsunum okkar er næstur á dagskrá, Vestmannaeyjar eru þekktar fyrir fjölbreytt úrval veitingastaða og einstaklega góðan mat og drykki. Við erum með matseðla fyrir hópa af öllum veitingastöðunum í eyjum og sjáum um að panta borð fyrir hópana okkar.

Næsta stopp eru Eldheimar sem geyma hrikalegar myndir og hljóð frá Heimaeyjargosinu. Erfitt er að gera sér í hugalund hvernig íbúar upplifðu gosnóttina þegar þeir yfirgáfu heimili sín fumlaust og fengu far með næsta fiskibát til Þorlákshafnar. Það er einstök upplifun að skoða gosminjasýninguna í Eldheimum eftir að hafa gengið út á hraunið og heyrt bæði dramtískar og skemmtilegar sögur áður en farið er inn á safnið.

Endirinn á ferðinni toppar marga afþreyinguna þar sem hópurinn fer í bjórkynningu á brugghús Brother´s Brewery og fær fróðleikinn um sögu og bruggun þessa frábæra eyjabjórs í minningabankann. Brother‘s brewery hefur vaxið á ótrúlegum hraða seinasta áratuginn og er orðinn einn vinsælasti samkomustaður Vestmannaeyjinga. Boðið er uppá 3 tegundir af smakki og notalega stund áður en haldið er aftur í Herjólf.

Þessi samsetning á degi virkar einfaldlega. Einstök ferð á góðu verði.

 

 

Innihald ferðar

10:45 Brottför með Herjólfi til Vestmannaeyja – Mæta í Landeyjahöfn 30 mínútum fyrir brottför
11:20 Móttaka á bryggjunni í eyjum – Við hjá Víkingferðum erum alltaf tilbúin með góða skapið þegar skemmtiferðir eru annars vegar
11:30 Útsýnisferð um Heimaey – Í ferðinni blöndum við saman staðreyndum um eyjuna og skemmtilegum sögum á meðan við keyrum á milli staða og viðrum okkur á fallegustu stöðum eyjunnar
13:00 Hádegisverður á frábærum veitingastað – Framúrskarandi veitingastaðir eru eitt af því sem eyjamenn eru virkilega stoltir af
14:00 Heimsókn í Eldheima – Vel uppsett og skemmtilegt safn sem geymir minningar um Heimaeyjargosið
15:15 Brothers Brewery. Fróðleg heimsókn á vinsæla brugghúsið Brothers Brewery þar sem hópurinn fær kynningu og bjórsökkun úr framleiðslunni
16:30 Mæting í Herjólf
17.00 Brottför með Herjólfi til Landeyjarhafnar

Innifalið

Herjólfur
Útsýnisferð
Eldheimar
Brother´s Brewery bjórkynning

Ekki Innifalið

Drykkir á veitingastað
Matur á veitingarstað
Gott veður þarf að panta sér

Gott að vita

Verðið miðast við að ferðin byrji í Landeyjahöfn. Hægt er að byrja ferðina hvar á landi sem er, hafið samband og fáið tilboð
Muna að klæða sig eftir veðri
Fyrir minni hópa er ferðin farin á luxury Sprinter. Fyrir stærri hópa er farið á Scania rútu
Ekkert mál að breyta ferðinni, t.d. lengja hana í 7 tíma eða gista yfir nótt

Veljið dagsetningu


Samstarfsaðilar

VikingTours™ er fjölskyldu rekin ferðaskrifstofa með mikla reynslu og vitnesku um Vestmannaeyjar. Við bjóðum upp á mikið af úrvali af ferðum og er aðal merki okkar leiðsögn að hætti heimamanna. Leggjum áherslu á að tengja staðreyndir við skemmtilegar sögur af fólkinu í eyjum. Við bjóðum upp á margs konar upplifun frá sjó og landi, bíl, rútu og göngur. Látum mikilfenglega náttúru njóta sín og tengjum söguna og upplifun fólksins saman. Fjölbreytt fuglalíf, eldgosasaga er eitthvað sem hefur heillað mikið og einbeitum við okkur að því að hvort sem þú ert í hópi eða einstaklingar á ferð þá reynum við að uppfylla hinn fullkomna dag í eyjum. Sjáumst í sumar í eyjum.
VikingFerðir™ - VE travel ehf.
Heiðarvegi 59 - 900 Vestmannaeyjum
Tel. +354 488 4800
info@vikingtours.is
© Copyright 2020 - 2022 VikingFerðir™ VE travel ehf. - All Rights Reserved  - Friðhelgisstefna - Powered by Zix ehf.
check-circle-ouserscalendar-fullclock linkedin facebook pinterest youtube rss twitter instagram facebook-blank rss-blank linkedin-blank pinterest youtube twitter instagram