Þetta er ein af vinsælustu ferðunum okkar og hefur slegið rækilega í gegn. Þetta er fimm tíma ferð og er alveg pökkuð af fróðleik, skemmtun og góðum mat. Þarna færðu mikið fyrir peninginn. Frábært að kíkja yfir til eyja og fá ævintýraferð án þess að eyða allt of miklum tíma. Eyjan er margslungin og falleg, með sitt stórbrotna landslag. Stutt rútuferð með skemmtilegum sögum til að fá yfirsýnina, sjá hrikalegu myndirnar í Eldheimum og fá beint í æð það sem eyjamenn gengu í gegnum á gosnóttina. Síðan skemmir ekki að kíkja á Brothers og fá fróðleikinn hvernig þeir brugga þennan frábæra eyjabjór. Gott veitingastaður stendur síðan alltaf fyrir sínu með sínum frábæra mat. Þessi samsetning á degi virkar bara frábærlega. Hentar vel öllum hópum, allt frá litlum saumaklúbbum til starfsmannaferða hjá stórum fyrirtækjum.