Skemmtiferðin er ein af vinsælustu ferðunum okkar og hefur slegið rækilega í gegn. Ferð sem er fullkomin fyrir allar gerðir af hópum; vinahópar, saumaklúbbar, vinnustaðir, starfsmannaferðir o.s.frv.
Skemmtiferðin spannar 5-7 klst í eyjum og er alveg pökkuð af fróðleik, skemmtun og góðum mat. Það er frábært að kíkja yfir til eyja og fá ævintýraferð án þess að eyða allt of miklum tíma í undirbúning og vera með afþreyinguna klára í höndum heimamanna. Pökkuð dagsferð er tilvalin til að njóta lífsins í góðra vina hópi og snúa svo aftur til hversdagsins eftir góða stemningu í eyjum.
Vestmannaeyjar eru margslungnar, með stórbrotið landslag og hressa heimamenn. Ferðin hefst í Landeyjahöfn og mikilvægt er að vera mætt 30 mínútum fyrir brottför. Stutt sigling á milli lands og eyja gefur fyrirheit um góðan dag og náttúran sýnir strax sínar bestu hliðar í innsiglingunni.
Starfsmenn Víkingferða taka hress á móti hópnum þegar komið er til eyja, við elskum að fá gesti og sýna þeim hvað heimkynni okkar hafa upp á að bjóða.
Við byrjum á útsýnisferð um eyjuna. Keyrt er á alla vinsælustu staðina eins og Sprönguna þar sem hópurinn fær tækifæri á að spreyta sig eftir smá sýningu frá vönum sprangara. Við förum inn í Herjólfsdal og út í Stórhöfða það sem útsýnið er stórkostlegt, við mælum með að smella af einni hópmynd hér. Keyrt er yfir nýja-hraunið og gengið á hrauninu sem flæddi yfir þriðjung húsanna sem stóðu á eyjunni árið 1973. Skemmtisögur í bland við ótrúlegar staðreyndir úr sögu eyjanna gera þessa útsýnisferð einstaklega skemmtilega.
Hádegisverður á einu af frábæru veitingahúsunum okkar er næstur á dagskrá, Vestmannaeyjar eru þekktar fyrir fjölbreytt úrval veitingastaða og einstaklega góðan mat og drykki. Við erum með matseðla fyrir hópa af öllum veitingastöðunum í eyjum og sjáum um að panta borð fyrir hópana okkar.
Næsta stopp eru Eldheimar sem geyma hrikalegar myndir og hljóð frá Heimaeyjargosinu. Erfitt er að gera sér í hugalund hvernig íbúar upplifðu gosnóttina þegar þeir yfirgáfu heimili sín fumlaust og fengu far með næsta fiskibát til Þorlákshafnar. Það er einstök upplifun að skoða gosminjasýninguna í Eldheimum eftir að hafa gengið út á hraunið og heyrt bæði dramtískar og skemmtilegar sögur áður en farið er inn á safnið.
Endirinn á ferðinni toppar marga afþreyinguna þar sem hópurinn fer í bjórkynningu á brugghús Brother´s Brewery og fær fróðleikinn um sögu og bruggun þessa frábæra eyjabjórs í minningabankann. Brother‘s brewery hefur vaxið á ótrúlegum hraða seinasta áratuginn og er orðinn einn vinsælasti samkomustaður Vestmannaeyjinga. Boðið er uppá 3 tegundir af smakki og notalega stund áður en haldið er aftur í Herjólf.
Þessi samsetning á degi virkar einfaldlega. Einstök ferð á góðu verði.