Dagsferð til Vestmannaeyja

Pakkaður dagur af stuð og stemmingu

Dagsferð til eyja er mjög vel skipulagður dagur sem inniheldur skemmtilegt sambland af afþreyingu, fróðleik og skemmtilegum sögum. Ekki skemmir svo að borða góðan mat á veitingahúsum sem eru með þeim bestu á landinu.
Í boði
Apríl - Nov
Lengd
8 klst.
Fjöldi í hóp
Lágmark 8 per.

Vestmannaeyjar hafa mikið upp á að bjóða, hvort sem er í afþreyingu, fróðleik eða góðum mat. Að eyða degi í Vestmannayjum er eitthvað sem maður á í minningabankanum. Náttúrufegurð eyjanna snertir við flestum og eru eyjarnar ríkar af mikilli sögu sem nær allt frá Landnámi til dagsins í dag.  Þessi ferð er vel skipulögð og er hlaðin öllu því besta sem eyjan hefur upp á að bjóða.  Lögð er áhersla á fróðleik í bland við skemmtilegar sögur svo að fengin er smá innsýn í lífið á eyjunni í dag og hvernig það hefur verið í gegnum bæði góða og erfiða tíma.  Bátsferð er eitthvað sem fær eyjahjartað til að slá og frábært að sjá hrikalega náttúruna frá sjó.  Einn af kostum eyjanna er líka fjölbreytt matarmenning og gæði veitingahúsa og fer hróður þeirra viða.

 

 

Innihald ferðar

10.45 Herjólfur leggur af stað í Landeyjahöfn. ( vera komin í Landeyjahöfn 30 min. áður)
11:20 Móttaka á bryggjunni.
11.30 Súpa og salat á Tanganum. Frábær veitingastaður, staðsettur við höfnina í eyjum. Gott að fara beint úr Herjólfi og fá sér hressingu og gera sig klárann fyrir daginn.
12:30 Rútuferð um eyjunna Blandað er saman staðreyndum og skemmtilegum sögum. Farið er á alla vinsælustu staðina eins og Herjólfsdalinn, farið er yfir nýjahraunið og sagt frá því þegar gaus á eyjunni og hvað það markaði mikið líf eyjamanna. Farið verður svo inn í Eldheima sem geymir minningar gosins 73. Frábært að vera búin að fara um og sjá ummerki gosins áður en farið er þar inn.
14:30 Bátsferð með Teistunni Vera mætt ca. 30 min áður. Maður fær eyjatilfinninguna beint í æð þegar maður fer í bátsferð í kringum eyjuna. Hrikaleg fjöllin eru einstök að sjá frá sjó. Mikið fuglalíf og skemmtilegar sögur frá leiðsögumanni gerir siglinguna ógleymanlega.
16.30 Eldheimar (Rúta skutlar niður á Veitingarstað)
Frjáls tími tilvalið að kíkja við í Brothers Brewery eða droppa við í einherjum að okkar flott fataverslunum.
17:30 Kvöldmatur (val um marga frábæra veitinga staði t.d Ensa Kalda, Slippinn eða Gott)
19.00 mæting í Herjólf. (Herjólfur fer 19.30)

Innifalið

Herjólfur
Teistan 1,5 klst bátsferð
Rútuferð
Eldheimar

Ekki Innifalið

Matur á veitingarstöðum
Drykkir á veitingarstöðum

Gott að vita

Verðið miðast við að ferðin byrji í Landeyjarhöfn. Hægt er að byrja ferðina hvar á landi sem er. hafið samband og fáið tilboð
Hækt er að sníða ferðina að þínum hóp allt eftir óskum og áhuga hjá hópnum.
Muna að koma vel skóaður og klæða sig eftir veðri.
Fyrir minni hópa ( 8-17) er ferðin farin á luxury Sprinter . Fyrir stærri hópa er farið í 57 sæta Scania rútu

Veljið dagsetningu


Samstarfsaðilar

VikingTours™ er fjölskyldu rekin ferðaskrifstofa með mikla reynslu og vitnesku um Vestmannaeyjar. Við bjóðum upp á mikið af úrvali af ferðum og er aðal merki okkar leiðsögn að hætti heimamanna. Leggjum áherslu á að tengja staðreyndir við skemmtilegar sögur af fólkinu í eyjum. Við bjóðum upp á margs konar upplifun frá sjó og landi, bíl, rútu og göngur. Látum mikilfenglega náttúru njóta sín og tengjum söguna og upplifun fólksins saman. Fjölbreytt fuglalíf, eldgosasaga er eitthvað sem hefur heillað mikið og einbeitum við okkur að því að hvort sem þú ert í hópi eða einstaklingar á ferð þá reynum við að uppfylla hinn fullkomna dag í eyjum. Sjáumst í sumar í eyjum.
VikingFerðir™ - VE travel ehf.
Heiðarvegi 59
900 Vestmannaeyjum
Tel. +354 488 4800
info@vikingtours.is
© Copyright 2020 - VikingTours™ VE travel ehf. - All Rights Reserved  - Friðhelgisstefna - Powered by zix.is
check-circle-ouserscalendar-fullclock linkedin facebook pinterest youtube rss twitter instagram facebook-blank rss-blank linkedin-blank pinterest youtube twitter instagram