Vestmannaeyjar hafa mikið upp á að bjóða, hvort sem er í afþreyingu, fróðleik eða góðum mat. Að eyða degi í Vestmannayjum er eitthvað sem maður á í minningabankanum. Náttúrufegurð eyjanna snertir við flestum og eru eyjarnar ríkar af mikilli sögu sem nær allt frá Landnámi til dagsins í dag. Þessi ferð er vel skipulögð og er hlaðin öllu því besta sem eyjan hefur upp á að bjóða. Lögð er áhersla á fróðleik í bland við skemmtilegar sögur svo að fengin er smá innsýn í lífið á eyjunni í dag og hvernig það hefur verið í gegnum bæði góða og erfiða tíma. Bátsferð er eitthvað sem fær eyjahjartað til að slá og frábært að sjá hrikalega náttúruna frá sjó. Einn af kostum eyjanna er líka fjölbreytt matarmenning og gæði veitingahúsa og fer hróður þeirra viða.