Þessi bátsferð tekur um einn og hálfan tíma. Siglt er í kringum Vestmannaeyjar og nálægt öðrum smáeyjum í kring. Þau eru mikilfengleg fjöllin og sjá margbreytileikan í bergmynduninni er alveg einstakt. Á meðan siglingu stendur fer leiðsögumaðurinn yfir söguna og segir skemmtilega frá hverjum stað. Sagt er frá upphafi eyjanna, Eldgosinu 1973 og hversu mikil áhrif það hafði á Vestmannaeyjar. Sagt er frá öðrum smáeyjum, Surtsey, og fuglífinu í eyjum, ásamt mörgu öðru sem kemur fyrir í ferðinni. Báturinn heitir Teistan og er mjög góður bátur til að sigla í kringum eyjuna og tekur um 50 manns. Hægt er að vera bæði utan- eða innandyra.