Teistan - bátsferð

Mikilfenglegt landslag

Það er nauðsynlegt að fara í bátsferð þegar þú heimsækir Vestmannaeyjar, þá færðu þessa sönnu eyjatilfinningu og einstaka skemmtun.
Í boði
Maí-sept
Lengd
1.5 klst
Fjöldi í hóp
1 pers.

Þessi bátsferð tekur um einn og hálfan tíma. Siglt er í kringum Vestmannaeyjar og nálægt öðrum smáeyjum í kringum Heimaey. Þau eru mikilfengleg fjöllin og að sjá margbreytileikann í bergmynduninni er alveg einstakt. Á meðan á siglingu stendur fer leiðsögumaðurinn yfir söguna og segir skemmtilega frá hverjum stað. Sagt er frá upphafi eyjanna, Eldgosinu 1973 og hversu mikil áhrif það hafði á Heimaey. Sagt er frá öðrum smáeyjum, Surtsey og fuglalífinu í eyjum ásamt mörgu öðru sem kemur fyrir í ferðinni. Báturinn heitir Teista og er mjög góður bátur til að sigla í kringum eyjuna, hún tekur um 50 manns.  Hægt er að vera bæði úti og innandyra.

Innihald ferðar

Hringferð kringum eyjuna
Verð fyrir fullorðin : 10900 kr
Verð fyrir börn undir 12 ára : 5400 kr

Gott að vita

Lágmarks fjöldi í ferð er 15 manns, það er safnað í ferð
Klæða sig eftir veðri
Fyrir stærri hópa er hægt að byrja ferðina í Landeyjahöfn

Veljið dagsetningu

Samstarfsaðilar

VikingTours™ er fjölskyldu rekin ferðaskrifstofa með mikla reynslu og vitnesku um Vestmannaeyjar. Við bjóðum upp á mikið af úrvali af ferðum og er aðal merki okkar leiðsögn að hætti heimamanna. Leggjum áherslu á að tengja staðreyndir við skemmtilegar sögur af fólkinu í eyjum. Við bjóðum upp á margs konar upplifun frá sjó og landi, bíl, rútu og göngur. Látum mikilfenglega náttúru njóta sín og tengjum söguna og upplifun fólksins saman. Fjölbreytt fuglalíf, eldgosasaga er eitthvað sem hefur heillað mikið og einbeitum við okkur að því að hvort sem þú ert í hópi eða einstaklingar á ferð þá reynum við að uppfylla hinn fullkomna dag í eyjum. Sjáumst í sumar í eyjum.
VikingFerðir™ - VE travel ehf.
Heiðarvegi 59 - 900 Vestmannaeyjum
Tel. +354 488 4800
info@vikingtours.is
© Copyright 2020 - 2022 VikingFerðir™ VE travel ehf. - All Rights Reserved  - Friðhelgisstefna - Powered by Zix ehf.
check-circle-ouserscalendar-fullclock linkedin facebook pinterest youtube rss twitter instagram facebook-blank rss-blank linkedin-blank pinterest youtube twitter instagram