Skólaferðalög

Við sérhæfum okkur í skipulagningu útskriftarferða til eyja

Útskriftarferðir eru vinsælustu ferðir Víkingferða frá upphafi og höfum við tekið þátt í að skapa frábærar minningar hundruða unglinga með ógleymanlegri útskriftarferð til Vestmannaeyja. Við eigum tilbúna skemmtipakka sem við sníðum að hverjum hópi – stútfullur pakki af fjöri! Hafðu samband og við setjum saman ógleymanlegt skólaferðalag.
Í boði
Allt árið
Lengd
Samkomulag
Fjöldi í hóp
Hópar

Við hjá Víkingferðum erum snillingar í að græja skemmtilegar útskriftarferðir. Við höfum þróað skemmtipakka sem virka fyrir unglingahópa sem langar að skemmta sér saman í lok skólaársins. Skólaferðalag til Vestmannaeyja er frábær hugmynd.

Við tökum á móti hópum í dagsferðir og gistiferðir og eru skemmtipakkarnir okkar á mismunandi verðum svo allir ættu að getað fundið hentuga ferð.

Við leggjum áherslu á fræðslu í bland við fjörið og samveru í bland við sjálfstæði einstaklinganna sem eru á góðri leið með að verða fullorðin. Í gistiferðunum fá unglingarnir frjálsan tíma á milli skipulagðrar dagskrár og getað rannsakað eyjuna á eigin forsendum.

Við sjáum um að panta í Herjólf fyrir hópana okkar og tökum á móti öllum með bros á vör.

Göngurnar okkar yfir hraunið eru skemmtilegar og fullar af fróðleik, þegar hópurinn stendur í gamla virkinu á Skansinum fræðast þau um grimmd sjóræningjanna sem náðu sér í þræla í Vestmannaeyjum á 17.öld. Á göngunni yfir sjálft hraunið heyra þau bæði dramatískar og fyndnar sögur af fólkinu sem flúði heimili sín gosnóttina 1973 og fá innsýn í hvernig náttúruhamfarir getað tekið völdin yfir lífi fólks.

Gangan endar í safninu Eldheimum þar sem allir fá afhent leiðsögutæki og fara í gegnum safnið á sínum hraða. Hljóðin í gosinu snertir hjörtu þegar fólk gengur í gegnum safnið og gerir sér smátt og smátt grein fyrir afleiðingum gossins og hvers vegna sumir treystu sér ekki til að snúa aftur heim. Safnið var byggt upp í kringum heimili sem var grafið upp úr hrauninu og skoða má í miðju safnins.

Stutt rútuferð færir hópinn inn í dal þar sem þau sjá mannvirki Þjóðhátíðarinnar. Fyrsta Þjóðhátíðin var haldin árið 1874 í þessum sama dal og hefur hún breyst og þróast í gegnum aldirnar. Í dalnum má einnig sjá Herjólfsbæinn sem er eftirmynd híbýla fyrsta landsnámsmanns eyjanna. Keyrt er út í Stórhöfða þar sem er stoppað í hópmyndatöku, ef lundinn er sestur upp er kíkt í fuglaskoðunarhúsið sem þar er.

Sprang er þjóðaríþrótt eyjamanna en æfingastöðin okkar fyrir sprang er reipi í háum klettum, með misháum sillum, sem eyjapeyjar- og pæjur svefla sér örugg í. Að spranga er erfiðara en það sýnist en krökkunum býðst að spreyta sig undir leiðsögn vans sprangara.

Trike-e-bike eru rafmagnsþríhjól sem skemmtilegt er að þeysast um á bryggjunni. Hjólin eru með sæti og dekkin þrjú gera það að verkum að þau eru mjög stöðug. Hópnum er skipt upp í 12 einstaklinga hópa og skemmta krakkarnir sér saman þar sem þau keyra um á afmörkuðu svæði.

Ratleikurinn okkar sendir tvo eða fleiri hópa af stað í keppni þar sem þau skoða bæinn, taka myndir og fræðast svona í leiðinni. Hóparnir þurfa að vera skapandi til að ná sér í aukastig og vinna undir tímamörkum í viðleitni til að hámarka stigafjöldann og vinna leikinn. Verðlaun eru afhent áður en hóparnir stíga um borð í Herjólf.

Ribsafari er ferð á stórum ribbátum þar sem hækkað er vel í tónlistinni og hraðinn aukinn til að hámarka fjörið. Hópurinn gallar sig upp, setur á sig björgunarvesti og sest í hnakkana áður en þeyst er af stað með geggjuðum skipstjórum sem kunna að ná upp stemningu á ferð yfir öldurnar og með kitl í maganum.

Sundlaugin í Vestmannaeyjum er ein vinsælasta afþreying eyjanna. Heitir pottar, stór laug með stökkbretti og rennibrautir geta einfaldlega ekki klikkað. Í eyjum er fyrsta, og væntanlega eina, trampólínrennibraut landsins. Í trampólínrennibrautinni er áskorun að koma út úr rennunni og ná að standa á trampólíndúknum alla leið niður en fæstum tekst það! Áskorun sem vinahópar keppa ævinlega í.

Í Vestmannaeyjum eru frábærir veitingastaðir og höfum við safnað saman hópatilboðum sem henta unglingum og pöntum fyrir hópana sé þess óskað. Veitingastaðirnir eru afbragðsgóðir og flökkum við á milli staða í gistiferðunum.

Við leiðbeinum hópunum okkar með gistingu og erum með tilboð í vinsælustu skólaferðalagagistinguna sem hefur alltaf slegið í gegn hjá skólahópum.

Innihald ferðar

Í boði er:
Ratleikur um bæinn með skemmtilegu söguívafi
Trike-e-bike rafmagnsþríhjól - krakkarnir fá að hjóla 12 saman á bryggjusvæðinu
Létt ganga yfir hraunið þar sem farið er yfir sögu eyjanna og gossins, endað í Eldheimum
Eldheimar - Gagnvirkt safn sem lýsir Heimaeyjargosinu
Ribsafarí - bátsferð þar sem tónlist og hraði taka yfirhöndina
Rútuferð - stutt ferð inn í dal og upp í Stórhöfða þar sem frábær bakgrunnur fæst fyrir hópmyndatöku
Spröngukennsla - vanur sprangari kennir og aðstoðar þá sem vilja prófa að spranga
Sund - frábærar rennibrautir og kósý pottar

Gott að vita

Við getum útvegað rútu frá Reykjavík sé þess óskað
Við bjóðum upp á heildarskipulagningu
Við bjóðum upp á dagsferðir eða gistináttaferðir - allt eftir því hvað hentar þínum skóla
Við leiðbeinum hópum hvað varðar gistingu
Við erum hópum innan handar í eyjum
Hafðu samband og við gerum geggjaða ferð saman

Veljið dagsetningu


Samstarfsaðilar

VikingTours™ er fjölskyldu rekin ferðaskrifstofa með mikla reynslu og vitnesku um Vestmannaeyjar. Við bjóðum upp á mikið af úrvali af ferðum og er aðal merki okkar leiðsögn að hætti heimamanna. Leggjum áherslu á að tengja staðreyndir við skemmtilegar sögur af fólkinu í eyjum. Við bjóðum upp á margs konar upplifun frá sjó og landi, bíl, rútu og göngur. Látum mikilfenglega náttúru njóta sín og tengjum söguna og upplifun fólksins saman. Fjölbreytt fuglalíf, eldgosasaga er eitthvað sem hefur heillað mikið og einbeitum við okkur að því að hvort sem þú ert í hópi eða einstaklingar á ferð þá reynum við að uppfylla hinn fullkomna dag í eyjum. Sjáumst í sumar í eyjum.
VikingFerðir™ - VE travel ehf.
Heiðarvegi 59 - 900 Vestmannaeyjum
Tel. +354 488 4800
info@vikingtours.is
© Copyright 2020 - 2022 VikingFerðir™ VE travel ehf. - All Rights Reserved  - Friðhelgisstefna - Powered by Zix ehf.
check-circle-ouserscalendar-fullclock linkedin facebook pinterest youtube rss twitter instagram facebook-blank rss-blank linkedin-blank pinterest youtube twitter instagram