Ribsafari bátsferð

2 klst bátsferð

Að njóta eyjanna á sjó er einstök upplifun. Í þessum túr missir þú ekki af neinu.
Í boði
Mai - Sept
Lengd
2 klst
Fjöldi í hóp
1 pers

Að fara í kringum eyjuna í Ribsafari bát er ein besta skemmtun sem hægt er að fá. Hér blandast saman spenna, fróðleikur og músik.  Mikilfengleg fjöllin fá að njóta sín og upplifir maður sig í mikilli nálægð við náttúruna. Fjölbreytt fuglalífið blæs lífi í björgin og fær eyjahjartað til að slá.  Skemmtilegar sögur frá leiðsögumanninum gerir túrinn enn skemmtilegri og fræðandi. Þessi túr er tveir tímar og nær því að spanna allan hringin ef veður leyfir. Byrjað er því að sigla í átt að Smáeyjunum þar í kring. Farið er inn í Stafsnesvík og inn í hella sem eru á þessu svæði. Síðan er haldið áfram í átt að Álsey og eyjarnar þar nálægt eru heimsóttar.  Náttúra Vestmannaeyja fær að njóta sín og eru allir markverðir staðir skoðaðir. Síðan er hringnum lokað með því að sigla heim í höfn meðfram nýjahrauninu.

Innihald ferðar

Veljið dagsetningu

Samstarfsaðilar

VikingTours™ er fjölskyldu rekin ferðaskrifstofa með mikla reynslu og vitnesku um Vestmannaeyjar. Við bjóðum upp á mikið af úrvali af ferðum og er aðal merki okkar leiðsögn að hætti heimamanna. Leggjum áherslu á að tengja staðreyndir við skemmtilegar sögur af fólkinu í eyjum. Við bjóðum upp á margs konar upplifun frá sjó og landi, bíl, rútu og göngur. Látum mikilfenglega náttúru njóta sín og tengjum söguna og upplifun fólksins saman. Fjölbreytt fuglalíf, eldgosasaga er eitthvað sem hefur heillað mikið og einbeitum við okkur að því að hvort sem þú ert í hópi eða einstaklingar á ferð þá reynum við að uppfylla hinn fullkomna dag í eyjum. Sjáumst í sumar í eyjum.
VikingFerðir™ - VE travel ehf.
Heiðarvegi 59
900 Vestmannaeyjum
Tel. +354 488 4800
info@vikingtours.is
© Copyright 2020 - VikingTours™ VE travel ehf. - All Rights Reserved  - Friðhelgisstefna - Powered by zix.is
userscalendar-fullclock linkedin facebook pinterest youtube rss twitter instagram facebook-blank rss-blank linkedin-blank pinterest youtube twitter instagram