Að fara í kringum eyjuna í Rib-bát er ein besta skemmtun sem hægt er að fá. Hér blandast saman spenna, fróðleikur og músík. Mikilfengleg fjöllin njóta sín og upplifir maður sig í mikilli nálægð við náttúruna. Fjölbreytt fuglalífið blæs lífi í björgin og fær eyjahjartað til að slá. Skemmtilegar sögur frá leiðsögumanninum gerir túrinn enn skemmtilegri og fræðandi. Þessi túr er 2 klst og fer hringinn í kringum Heimaey ef veður leyfir. Byrjað er því að sigla í átt að Smáeyjunum og þar í kring. Farið er inn í Stafsnesvík og inn í hella sem eru á þessu svæði. Síðan er haldið áfram í átt að Álsey og eyjarnar þar nálægt eru heimsóttar. Náttúra Vestmannaeyja fær að njóta sín og eru margir markverðir staðir skoðaðir. Síðan er hringnum lokað með því að sigla heim í höfn meðfram nýja-hrauninu.