Skemmtiferð fyrir eldri borgara

Skemmtun og menning. Gisting, skemmtileg útsýnisferð, safn, Herjólfur.

Í þessari ferð er boðið upp á frábæra gistingu með morgunmat, val um góða veitingastaði með einstökum mat þar sem einn af kostum eyjanna er ótrúlega fjölbreytt matarmenning og mikil gæði veitingahúsanna okkar. Í ferðinni er farið í einstaklega flotta og skemmtilega útsýnisferð þar sem lögð er áhersla á fróðleik í bland við skemmtisögur af eyjamönnum svo góð innsýn fæst í lífið á eyjunni eins og það var áður og hvernig tíðin hefur breyst til dagsins í dag.
Í boði
Allt árið
Lengd
Samkomulag
Fjöldi í hóp
Lágmark 8 pers.

Vestmannaeyjar hafa upp á margt skemmtilegt að bjóða enda er saga eyjanna stórmerkileg og innviðirnir eins og best verður á kosið. Vestmannaeyjar eru margrómaðar fyrir veitingastaðina sína en einnig eru hér kaffihús, brugghús og vínbar. Í eyjum er ágætis úrval af verslunum svo allir ættu að getað fundið eitthvað við sitt hæfi þegar rölt er um miðbæinn. Þessi ferð er vel skipulögð og frábært tækifæri til að njóta lífsins og skoða eyjuna með innfæddum leiðsögumanni.

Ferðin miðast við að byrjað sé í Landeyjahöfn þar sem hópurinn kemur sér fyrir í Herjólfi (vera mætt 30 mínútum fyrir brottför) og siglir þessa stuttu leið yfir til Vestmannaeyja. Innsiglingin í eyjum er fallegasta innsiglingin á landinu, að okkar mati, og hvetjum við fólk til að njóta siglingarinnar inn í höfnina.

Þegar komið er til eyja tökum við hjá Víkingferðum á móti hópnum og skutlumst á hótelið þar sem fólk hefur tíma til að koma sér fyrir í rólegheitunum. Hótel Vestmannaeyjar er staðsett í hjarta bæjarins, herbergin eru notaleg, þjónustan framúrskarandi, heitir pottar og frábær veitingastaður sem við getum pantað á fyrir hópinn.

Náttúrufegurðin í eyjum er stórbrotin enda ekki á hverjum degi sem gestir verja tíma á gróinni en þó virkri eldfjallaeyju svo útsýnisferð er nauðsynleg þegar eyða á smá tíma á eyjunni fögru. Í útsýnisferðinni skoðum við Sprönguna þar sem þjóðaríþrótt eyjamann er enn stunduð þrátt fyrir breytta tíma, við förum inn í Dal og fræðumst um Tyrkjaránið og keyrum því næst suður í Stórhöfða þar sem er stórfenglegt útsýni sem er kjörið fyrir hópmyndatöku. Þegar við keyrum um nýja-hraunið, sem er yngra en gestir þessarar ferðar, þá heyrum við sögur af fólkinu sem yfirgaf heimili sín fumlaust eina nótt í janúar 1973.

Eftir að hafa ekið um nýja-hraunið og séð hversu víðfemt það er þá er ómissandi að fara inn í Eldheima, safn sem geymir minningar Heimaeyjargossins og sjá myndir og heyra hljóðin í þessum náttúruhamförum. Allir fá afhent sitt eigið leiðsögutæki og skoða safnið á sínum hraða.

Eftir ferðina er kjörið tækifæri til að slappa aðeins af á hótelinu eða rölta um miðbæinn og kíkja í búðir eða fá sér kaffi og kökusneið, jafnvel kannski láta eftir sér einn kaldan drykk. Skoða sig um og njóta lífsins.

Frábært úrval veitingastaða er í Vestmannaeyjum enda eyjarnar þekktar fyrir gæði í mat og drykk. Við hjá Víkingferðum þekkjum vel til, erum með hópmatseðla veitingastaðanna, mælum með og pöntum fyrir hópinn. Þetta kvöld getur bara ekki klikkað eftir góðan dag, í góðra vina hópi og í fallegu umhverfi.

Eldri borgara ferð til Vestmannaeyja er vel til fundin og notaleg afþreyging fyrir hópinn þinn. Ferð sem getur ekki klikkað.

 

Innihald ferðar

Herjólfsmiðar – Herjólfur fer frá Landeyjahöfn (vera komin í Landeyjahöfn 30 mín. áður)
Móttaka á bryggjunni – Við tökum á móti hópnum með bros á vör og skutlum á hótelið
Komið sér fyrir á hótelinu
Útsýnisferð – Blandað er saman staðreyndum og skemmtilegum sögum þegar við keyrum á milli staða í þessari skemmtilegu ferð. Farið er á alla vinsælustu staðina eins og Sprönguna, Herjólfsdal, Stórhöfða, farið er yfir nýja-hraunið og sagt frá þegar gaus á eyjunni og hvernig það markaði líf eyjamanna
Eldheimar – Farið verður í Eldheima sem geymir minningar gossins 1973. Frábært að vera búin að fara um og sjá ummerki gossins áður en safnið er skoðað (rútan skutlar hópnum aftur á hótelið)
Kvöldmatur – val um marga frábæra veitingastaði, við gefum hiklaust meðmæli sé þess óskað

Innifalið

Gisting í tveggja manna herbergi á Hótel Vestmannaeyjum á virkum degi
Skemmtileg og fræðandi útsýnisferð með Víkingferðum
Aðgangur að Eldheimum
Herjólfur

Ekki Innifalið

Matur á veitingastöðum
Drykkir á veitingastöðum

Gott að vita

Verðið miðast við að ferðin byrji í Landeyjahöfn. Hægt er að byrja ferðina hvar á landi sem er, hafið samband og fáið tilboð
Hægt er að sérsníða ferðina að þínum hóp, allt eftir óskum og áhuga
Verð miðast við tvo í herbergi, gist eina nótt mánudag til föstudags. Hafið samband og fáið tilboð í aðrar dagsetningar eða lengri dvöl
Öðrum hópum er einnig velkomið að panta í þessa ferð

Veljið dagsetningu


Samstarfsaðilar

VikingTours™ er fjölskyldu rekin ferðaskrifstofa með mikla reynslu og vitnesku um Vestmannaeyjar. Við bjóðum upp á mikið af úrvali af ferðum og er aðal merki okkar leiðsögn að hætti heimamanna. Leggjum áherslu á að tengja staðreyndir við skemmtilegar sögur af fólkinu í eyjum. Við bjóðum upp á margs konar upplifun frá sjó og landi, bíl, rútu og göngur. Látum mikilfenglega náttúru njóta sín og tengjum söguna og upplifun fólksins saman. Fjölbreytt fuglalíf, eldgosasaga er eitthvað sem hefur heillað mikið og einbeitum við okkur að því að hvort sem þú ert í hópi eða einstaklingar á ferð þá reynum við að uppfylla hinn fullkomna dag í eyjum. Sjáumst í sumar í eyjum.
VikingFerðir™ - VE travel ehf.
Heiðarvegi 59 - 900 Vestmannaeyjum
Tel. +354 488 4800
info@vikingtours.is
© Copyright 2020 - 2022 VikingFerðir™ VE travel ehf. - All Rights Reserved  - Friðhelgisstefna - Powered by Zix ehf.
check-circle-ouserscalendar-fullclock linkedin facebook pinterest youtube rss twitter instagram facebook-blank rss-blank linkedin-blank pinterest youtube twitter instagram