Skemmtiferð fyrir eldri borgara

Skemmtun og menning. Gisting, skemmtileg rútuferð, safn, Herjólfur.

Vestmannaeyjar er frábær staður heim að sækja í góðra vina hópi.  Stórbrotin náttúran sem tekur á móti manni við innsiglinguna  er bara góð byrjun.  Tækifæri til að gera eitthvað skemmtilegt og upplifa eitthvað nýtt og njóta í fallegu umhverfi.
Í boði
Allt árið
Lengd
Samkomulag
Fjöldi í hóp
Lágmark 8

Ef að þú vilt fá góða upplifun með hópnum þínum þá hafa Vestmannaeyjar margt að bjóða, hvort sem er í afþreyingu, fróðleik eða góðum mat. Náttúrufegurð eyjanna snertir við flestum og eru eyjarnar ríkar af mikilli sögu sem nær allt frá Landnámi til dagsins í dag.  Þessi ferð er vel skipulögð til að njóta vel og skoða eyjuna.  Inn í þessari ferð er boðið upp á frábæra gistingu með morgunmat, hægt að velja um að borða á góðum veitingastöðum þar sem einn af kostum eyjanna er líka fjölbreytt matarmenning og mikil gæði veitingahúsa. Einstaklega flott rútuferð þar sem lögð er áhersla á fróðleik í bland við skemmtilegar sögur þannig að góð innsýn fæst í lífið á eyjunni eins og það var áður og núna í dag. Eftir að hafa ekið um nýjahraunið og séð hversu víðfemt það er þá er ómissandi að fara inn í Eldheima, sem geymir minningar eyjagossins.

Innihald ferðar

Herjólfur leggur af stað í Landeyjahöfn. ( vera komin í Landeyjahöfn 30 min. áður)
Móttaka á bryggjunni.
Komið sér fyrir á hóteli
Rútuferð: blandað er saman staðreyndum og skemmtilegum sögum. Farið er á alla vinsælustu staðina eins og Herjólfsdalinn, farið er yfir nýjahraunið og sagt frá því þegar gaus á eyjunni og hvað það markaði mikið líf eyjamanna. Farið verður svo inn í Eldheima sem geymir minningar gosins 73. Frábært að vera búin að fara um og sjá ummerki gosins áður en farið er þar inn.
Eldheimar (rúta skutlar niður á veitingarstað-hótel)
Kvöldmatur (val um marga frábæra veitinga staði t.d Ensa Kalda, Slippinn eða Gott)

Innifalið

Gisting í tveggjamanna herb á hótel Vestmannaeyjum á virkum degi.
Skemmtileg og fræðandi rútuferð með Vikingferðum.
Aðgangur að Eldheimum .
Herjólfur.

Gott að vita

Verðið miðast við að ferðin byrji í Landeyjarhöfn. Hægt er að byrja ferðina hvar á landi sem er. hafið samband og fáið tilboð
Hægt er að sníða ferðina að þínum hóp allt eftir óskum og áhuga hjá hópnum.
Verð miðast við 2 í herbergi gist eina nótt mánudag til föstudags. Hafið samband og fáið tilboð í aðrar dagsettningar eða lengri ferð.

Veljið dagsetningu


Samstarfsaðilar

VikingTours™ er fjölskyldu rekin ferðaskrifstofa með mikla reynslu og vitnesku um Vestmannaeyjar. Við bjóðum upp á mikið af úrvali af ferðum og er aðal merki okkar leiðsögn að hætti heimamanna. Leggjum áherslu á að tengja staðreyndir við skemmtilegar sögur af fólkinu í eyjum. Við bjóðum upp á margs konar upplifun frá sjó og landi, bíl, rútu og göngur. Látum mikilfenglega náttúru njóta sín og tengjum söguna og upplifun fólksins saman. Fjölbreytt fuglalíf, eldgosasaga er eitthvað sem hefur heillað mikið og einbeitum við okkur að því að hvort sem þú ert í hópi eða einstaklingar á ferð þá reynum við að uppfylla hinn fullkomna dag í eyjum. Sjáumst í sumar í eyjum.
VikingFerðir™ - VE travel ehf.
Heiðarvegi 59
900 Vestmannaeyjum
Tel. +354 488 4800
info@vikingtours.is
© Copyright 2020 - VikingTours™ VE travel ehf. - All Rights Reserved  - Friðhelgisstefna - Powered by zix.is
check-circle-ouserscalendar-fullclock linkedin facebook pinterest youtube rss twitter instagram facebook-blank rss-blank linkedin-blank pinterest youtube twitter instagram