Vestmannaeyjar hafa upp á margt skemmtilegt að bjóða enda er saga eyjanna stórmerkileg og innviðirnir eins og best verður á kosið. Vestmannaeyjar eru margrómaðar fyrir veitingastaðina sína en einnig eru hér kaffihús, brugghús og vínbar. Í eyjum er ágætis úrval af verslunum svo allir ættu að getað fundið eitthvað við sitt hæfi þegar rölt er um miðbæinn. Þessi ferð er vel skipulögð og frábært tækifæri til að njóta lífsins og skoða eyjuna með innfæddum leiðsögumanni.
Ferðin miðast við að byrjað sé í Landeyjahöfn þar sem hópurinn kemur sér fyrir í Herjólfi (vera mætt 30 mínútum fyrir brottför) og siglir þessa stuttu leið yfir til Vestmannaeyja. Innsiglingin í eyjum er fallegasta innsiglingin á landinu, að okkar mati, og hvetjum við fólk til að njóta siglingarinnar inn í höfnina.
Þegar komið er til eyja tökum við hjá Víkingferðum á móti hópnum og skutlumst á hótelið þar sem fólk hefur tíma til að koma sér fyrir í rólegheitunum. Hótel Vestmannaeyjar er staðsett í hjarta bæjarins, herbergin eru notaleg, þjónustan framúrskarandi, heitir pottar og frábær veitingastaður sem við getum pantað á fyrir hópinn.
Náttúrufegurðin í eyjum er stórbrotin enda ekki á hverjum degi sem gestir verja tíma á gróinni en þó virkri eldfjallaeyju svo útsýnisferð er nauðsynleg þegar eyða á smá tíma á eyjunni fögru. Í útsýnisferðinni skoðum við Sprönguna þar sem þjóðaríþrótt eyjamann er enn stunduð þrátt fyrir breytta tíma, við förum inn í Dal og fræðumst um Tyrkjaránið og keyrum því næst suður í Stórhöfða þar sem er stórfenglegt útsýni sem er kjörið fyrir hópmyndatöku. Þegar við keyrum um nýja-hraunið, sem er yngra en gestir þessarar ferðar, þá heyrum við sögur af fólkinu sem yfirgaf heimili sín fumlaust eina nótt í janúar 1973.
Eftir að hafa ekið um nýja-hraunið og séð hversu víðfemt það er þá er ómissandi að fara inn í Eldheima, safn sem geymir minningar Heimaeyjargossins og sjá myndir og heyra hljóðin í þessum náttúruhamförum. Allir fá afhent sitt eigið leiðsögutæki og skoða safnið á sínum hraða.
Eftir ferðina er kjörið tækifæri til að slappa aðeins af á hótelinu eða rölta um miðbæinn og kíkja í búðir eða fá sér kaffi og kökusneið, jafnvel kannski láta eftir sér einn kaldan drykk. Skoða sig um og njóta lífsins.
Frábært úrval veitingastaða er í Vestmannaeyjum enda eyjarnar þekktar fyrir gæði í mat og drykk. Við hjá Víkingferðum þekkjum vel til, erum með hópmatseðla veitingastaðanna, mælum með og pöntum fyrir hópinn. Þetta kvöld getur bara ekki klikkað eftir góðan dag, í góðra vina hópi og í fallegu umhverfi.
Eldri borgara ferð til Vestmannaeyja er vel til fundin og notaleg afþreyging fyrir hópinn þinn. Ferð sem getur ekki klikkað.