Ribsafari bátsferð

1 klst bátsferð

Þetta er ferð sem gefur einstaka upplifun til að njóta eyjanna. Þetta er eitthvað sem fær eyjahjartað til að slá og frábært tækifæri að sjá þessar fallegu bergmyndanir og fjölbreytt fuglalíf ásamt spennu, fróðleik og skemmtilegum leiðsögumanni
Í boði
Maí - Sept
Lengd
1 klst
Fjöldi í hóp
1 pers
Ef þú ert fyrir smá ævintýri þá ættirðu að prófa Ribsafari. Þessi túr siglir út að Smáeyjunum og sýnir allt það besta á leiðinni þangað. Ribsafari eru harðbotna slöngubátar sem geta siglt hratt.  Siglt er á hratt á milli markverða staða og þá er stoppað og sagt frá, leiðsögumennirnir eru frá eyjum og blanda skemmtilega saman fróðleik og skemmtisögum. Farið er inn í hella á leiðinni sem einungis Ribsafari og smærri bátar komast inn í og fá mikilfengleg fjöllin að njóta sín í leiðinni. Einnig er þetta einstakt tækifæri til að skoða fjölbreytt fuglalífið í návígi. Einstaka sinnum er hægt að koma auga á seli og einstaka hval ef heppnin er með okkur. Ef þú vilt upplifa Eyjarnar á einstakan og skemmtilegan hátt þá er þetta eitthvað sem þú ættir að prófa.

Innihald ferðar

Smáeyjaferð 1 klst
Verð fyrir fullorðna : 15900 kr
Verð fyrir börn undir 12 ára : 8700 kr

Gott að vita

Það þarf lágmark 5 manns í hverja ferð. Það er safnað í ferð
Mæting 30 mín fyrir ferð
Flotgallar og vesti eru innifalið

Veljið dagsetningu

Samstarfsaðilar

VikingTours™ er fjölskyldu rekin ferðaskrifstofa með mikla reynslu og vitnesku um Vestmannaeyjar. Við bjóðum upp á mikið af úrvali af ferðum og er aðal merki okkar leiðsögn að hætti heimamanna. Leggjum áherslu á að tengja staðreyndir við skemmtilegar sögur af fólkinu í eyjum. Við bjóðum upp á margs konar upplifun frá sjó og landi, bíl, rútu og göngur. Látum mikilfenglega náttúru njóta sín og tengjum söguna og upplifun fólksins saman. Fjölbreytt fuglalíf, eldgosasaga er eitthvað sem hefur heillað mikið og einbeitum við okkur að því að hvort sem þú ert í hópi eða einstaklingar á ferð þá reynum við að uppfylla hinn fullkomna dag í eyjum. Sjáumst í sumar í eyjum.
VikingFerðir™ - VE travel ehf.
Heiðarvegi 59 - 900 Vestmannaeyjum
Tel. +354 488 4800
info@vikingtours.is
© Copyright 2020 - 2022 VikingFerðir™ VE travel ehf. - All Rights Reserved  - Friðhelgisstefna - Powered by Zix ehf.
check-circle-ouserscalendar-fullclock linkedin facebook pinterest youtube rss twitter instagram facebook-blank rss-blank linkedin-blank pinterest youtube twitter instagram