Að njóta eyjunnar og fá innsýn í lífið í Vestmannaeyjum er það sem þessi ferð býður upp á. Hér er hægt að skoða eyjuna á þínum hraða og eyða þeim tíma sem þú vilt á hverjum stað án þess að vera í kapphlaupi við tímann eða þurfa að taka tillits til hóps. Hér er farið á alla bestu staðina og ekki misst af neinu. Hægt er að stoppa og fá sér drykk á fallegum stað og njóta útsýnisins. Ef þig langar í göngu yfir hraunið eða upp á fjall þá er allt hægt í þessari ferð. Það er ekki nauðsynlegt að vera einungis í bílnum. Gerum það sem ykkur þykir skemmtilegt og setjum það saman í frábæra ferð. Allt er þetta kryddað með skemmtilegum sögum af fólkinu í eyjum og fróðleik, því saga eyjanna er eitthvað sem getur komið á óvart.