Það besta sem eyjan hefur upp á að bjóða

Rútuferð, leiðsögn og stemmning.

Mikil og falleg náttúra og skemmtilegar sögur frá innfæddum eyjamanni gerir ferðina skemmtilega og lifandi.  Að heyra sögurnar af fólkinu og fá innsýn í gamla tíman ásamt að tengja við lífið núna  er eitthvað svo lifandi. Þarna færðu yfirsýn yfir alla eyjuna og brot af því besta.
Í boði
Allt árið
Lengd
2 klst
Fjöldi í hóp
Lágmark 20

Fjölbreytt og mikilfengleg saga Vestmannaeyja á eftir að koma á óvart. Hvort sem það er raunir fólksins á eyjunni í gegnum tíðina eða jarðfræðileg saga þeirra. Eyjan er jarðfræðilega ung og myndun hennar er einstök miðað við aðrar eyjur í kringum Ísland.  Ekki hefur verið alltaf auðvelt að lifa í Vestmannaeyjum, að vera svona afskekkt með sjóinn í kring. En sumrin hafa gefið vel þar sem eyjan er rík af fuglalífi og nálægðin við fiskinn í sjónum hefur hjálpað til og fyllt eyjuna lífi.  Sögufrægir staðir skoðaðir eins og Herjófsdalurinn, Stórhöfði, lundabyggðin og farið yfir gossöguna frá 1973 ásamt fleiru, gefur ykkur mikla yfirsýn yfir alla eyjuna.

Innihald ferðar

Við byrjum ferðina á bryggjunni og förum inn í Herjólfsdal.  Þar er farið inn í Landnámsbæinn ásamt að skoða staðinn sem Þjóhátíðin er haldin. Þaðan keyrum við meðfram hamrinum og sjáum eitt vinsælasta kennileiti Vestmannaeyja, fílinn.
Við förum upp á Stórhöfða þar sem gott útsýnið er kjörinn staður til að taka hópmynd. Farið er síðan niður í Lundabyggð, en það tekur einungis 4 min. að ganga til að skoða lundann frá bílastæðinu. 
Við  keyrum yfir nýjahraunið og sjáum ummerki gossins 1973, og segjum ykkur skemmtilegar og hrikalegar sögur frá þeim tíma. Þannig að í þessari ferð erum við að fara yfir alla vinsælustu staði Vestmannaeyja.

Innifalið

Rútuferð um eyjuna
Leiðsögn

Gott að vita

Hægt er að fá aðstoð við að bóka og skipileggja ferðina til eyja. Bóka Herjólf, afþreyingu, söfn og matsölustaði.
Það er létt 4 mín ganga út í lundabygðina
Muna eftir að taka með myndavél
Fyrir minni hópa ( 8-17) er ferðin farin á Luxury Sprinter. Fyrir stærri hópa er farið í 57 sæta Scania rútu

Veljið dagsetningu


Samstarfsaðilar

VikingTours™ er fjölskyldu rekin ferðaskrifstofa með mikla reynslu og vitnesku um Vestmannaeyjar. Við bjóðum upp á mikið af úrvali af ferðum og er aðal merki okkar leiðsögn að hætti heimamanna. Leggjum áherslu á að tengja staðreyndir við skemmtilegar sögur af fólkinu í eyjum. Við bjóðum upp á margs konar upplifun frá sjó og landi, bíl, rútu og göngur. Látum mikilfenglega náttúru njóta sín og tengjum söguna og upplifun fólksins saman. Fjölbreytt fuglalíf, eldgosasaga er eitthvað sem hefur heillað mikið og einbeitum við okkur að því að hvort sem þú ert í hópi eða einstaklingar á ferð þá reynum við að uppfylla hinn fullkomna dag í eyjum. Sjáumst í sumar í eyjum.
VikingFerðir™ - VE travel ehf.
Heiðarvegi 59 - 900 Vestmannaeyjum
Tel. +354 488 4800
info@vikingtours.is
© Copyright 2020 - 2022 VikingFerðir™ VE travel ehf. - All Rights Reserved  - Friðhelgisstefna - Powered by Zix ehf.
check-circle-ouserscalendar-fullclock linkedin facebook pinterest youtube rss twitter instagram facebook-blank rss-blank linkedin-blank pinterest youtube twitter instagram