Matur og menning

Matur, leiðsögn og sagnaheimar

Matur og menning er 4 tíma dagsferð með leiðsögn. Við göngum um bæinn skoðum það helsta sem ber fyrir augum komum við í spröngunni þar sem hópurinn getur fengið að spreyta sig í þjóðarsporti eyjamanna. kíkjum í matar- og vínsmökkun á bestu veitingastöðum bæjarins. Sagnheimar eru skoðaðir og svo endað í bjórsmökkun á Brothers Brewery.
Í boði
Mai - Sept
Lengd
~4 klst.
Fjöldi í hóp
Lágmark 8 per.

Vestmannaeyjar eru þekktar fyrir mikla matarmenningu. Allt frá því að eyjan byggðist hefur hún haft að geima fjölbreytta matarkistu. Mikið var sótt í björgin, og fjölbreytt fugllífið hér hefur gefið vel og er Lundinn hvað einna þekktastur sem góð fæðunýting i gegnum tíðina og er enn mikið tengdur eyjunum, sérstaklega þegar kemur að þjóðhátið. Eggjatínsla er enn við líði þrátt fyrir að vera í minna mæli en áður var.  Fiskurinn í sjónum hefur verið síðan aðal fæða eyjamanna í aldanna rás og voru margir sem komu af meginlandinu til vinnu hér við fiskinn.  Í dag höfum við veitingastaði sem eru með þeim bestu á landinu og lagt er mikil áhersla á ferska matvöru.  Slippurinn gengur það langt að hann sækir einnig í fjölskrúðugt gróðurlíf eyjanna sem krydd og meðlæti.  En hvað er skemmtilegra en að ganga á milli og fá skemmtilegar sögur og koma við og smakka á einhverju einstöku og bragðgóðu.  Þessi ferð er frábærlega samsett af góðum mat, sögum og fróðleik fyrir hópinn þin

Innihald ferðar

Ferðin byrjar á bryggjunni þegar mætt er með ferjunni til eyja eða fyrir utan gististað. Eyjamaður tekur á móti hópnum og byrjar að segja ykkur skemmtilega sögu frá eyjum.
Þaðan er gengið upp á Veitingastaðinn Slippinn og er tekið á móti hópnum með standandi smáréttum ásamt kynningu á sögu veitingastaðarins. Gengið er út í hina frægu spröngu og þar er sýnt hvernig eyjamenn eru vanir að sveifla sér í klettunum.
Eftir sprönguna er gengið í Sagnheima sem hefur sögu Vestmannaeyja að geyma, lífið eins og það var, gossöguna ásamt fleiru skemmtilegu allt frá gamla tímanum til nútímans.
Á leiðinni frá Sagnheimum er bætt við nokkrum sögum og endað á Gott veitingastað. Þannig að þarna eru tæklaðir tveir af bestu veitingastöðum eyjanna.
Val er um að enda síðan túrinn á Brothers Brewery eða bæta fleirum veitingastöðum inn í ferðina. Annars gefst tími til að spóka sig um í miðbænum.

Innifalið

Leiðsögn
Matur á Slippnum
Matur á Gott
Sagnheimar

Gott að vita

Með öllum ferðum getur fylgt heildarskipulagning s.s bóka Herjólf veitingastaði og aðra afþreyingu
Drykkir ekki innifaldnir í verði
Klæða sig eftir veðri
Fyrir frekari upplýsingar Mail : vikingtours@vikingtours.is Sími : 8963640 Gunnar Ingi

Veljið dagsetningu

Vinsamlega athugið að í þessari ferð er lágmark 8 manns í hóp.

Instant confirmation
Electronic voucher
Payment secured by
No booking fees or any hidden cost.
Best price guarantee!

Samstarfsaðilar

VikingTours™ er fjölskyldu rekin ferðaskrifstofa með mikla reynslu og vitnesku um Vestmannaeyjar. Við bjóðum upp á mikið af úrvali af ferðum og er aðal merki okkar leiðsögn að hætti heimamanna. Leggjum áherslu á að tengja staðreyndir við skemmtilegar sögur af fólkinu í eyjum. Við bjóðum upp á margs konar upplifun frá sjó og landi, bíl, rútu og göngur. Látum mikilfenglega náttúru njóta sín og tengjum söguna og upplifun fólksins saman. Fjölbreytt fuglalíf, eldgosasaga er eitthvað sem hefur heillað mikið og einbeitum við okkur að því að hvort sem þú ert í hópi eða einstaklingar á ferð þá reynum við að uppfylla hinn fullkomna dag í eyjum. Sjáumst í sumar í eyjum.
VikingFerðir™ - VE travel ehf.
Heiðarvegi 59
900 Vestmannaeyjum
Tel. +354 488 4800
info@vikingtours.is
© Copyright 2020 - VikingTours™ VE travel ehf. - All Rights Reserved  - Friðhelgisstefna - Powered by zix.is
check-circlecheck-circle-ouserscalendar-fullclock linkedin facebook pinterest youtube rss twitter instagram facebook-blank rss-blank linkedin-blank pinterest youtube twitter instagram