Matur og menning

Matur, leiðsögn og Sagnaheimar

Matur og menning er 4 klst. dagsferð með leiðsögn. Við göngum um bæinn, skoðum það sem  fyrir augu ber, komum við í spröngunni þar sem hópurinn getur fengið að spreyta sig í þjóðarsporti eyjamanna. Kíkjum í smakk á tveimur af bestu veitingastöðum bæjarins og skoðum Sagnheima
Í boði
Maí - Sept
Lengd
~4 klst.
Fjöldi í hóp
Lágmark 8 pers.

Vestmannaeyjar eru þekktar fyrir mikla og góða matarmenningu. Allt frá því að eyjan byggðist hefur hún haft að geyma fjölbreytta matarkistu, mikið var sótt í björgin og fjölbreytt fuglalífið hefur gefið vel. Lundinn hefur verið hvað þekktastur í gegnum tíðina sem mikil matbjörg og er enn mjög tengdur eyjunum, sérstaklega þegar kemur að þjóðhátið. Eggjatýnsla er enn við líði þrátt fyrir að vera í minna mæli en áður var.  Fiskurinn í sjónum var aðalfæða eyjamanna í aldanna rás og komu margir af meginlandinu til vinnu hér við fiskveiðar og -vinnslu.

Í dag höfum við veitingastaði sem eru með þeim bestu á landinu og lögð er mikil áhersla á ferskt hráefni.  Hvað er skemmtilegra en að ganga á milli staðanna hér í eyjum og fá skemmtilegar sögur og smakk?  Þessi ferð er frábærlega samsett með góðum mat, sögum og fróðleik fyrir hópinn þinn.

Við gerum ráð fyrir að ferðin byrji á bryggjunni, það er þó ekkert mál að hafa upphafspunktinn annars staðar sé þess óskað.

Gengið er í rólegheitum á veitingastaðinn Slippinn sem er þekktur fyrir nýtingu á stað- og árstíðabundnu hráefni. Slippurinn er staðsettur í Magna-húsinu sem er elsta steinsteypta hús eyjanna og því er skemmtilegt að benda á að kokkar Slippsins tvinna saman gömlum hefðum við nýrri aðferðir og gera hversdagslegum íslenskum hráefnum hærra undir höfði en flestir veitingastaðir. Á Slippnum er okkur sagt betur frá sögu staðarins og fáum við smakk af töfrunum sem þeir græja í eldhúsinu á degi hverjum.

Stutt ganga er frá Slippnum og í sprönguna. Fyrir þá sem ekki kannast við nafnið þá er sprangan staðurinn sem ungir eyjapeyjar æfðu sig í að sveifla sér með reipi í klettunum fyrir fæðuöflun fyrr á tímum. Í dag sveifla bæði peyjar og pæjur sér í reipinu sem hangir í klettunum og eru mörg hver nokkuð fær. Leiðsögumaðurinn sýnir réttu handtökin og þeir sem þora geta spreytt sig.

Gengið er til baka og segir leiðsögumaðurinn skemmtilegar sögur af fólkinu í eyjum, leiðin liggur í gegnum miðbæinn og í Sagnheima sem er byggðasafn okkar eyjamanna. Byggðasafnið í eyjum geymir ekki tylft gamalla rokka eða reiðtygi í röðum, í Sagnheimum má skoða merkisatburði og einstaka þætti í sögu Vestmannaeyja. Í safninu getur maður t.d. stungið sér inn í skreytt þjóðhátíðartjald, rölt inn í klassískt verbúðarherbergi eða skoðað teiknaða syrpu af Tyrkjaráninu. Sagnheimar eru án efa besta byggðasafn landsins að mati heimamanna.

Að lokum er stutt leið á veitingastaðinn Gott þar sem hópurinn sest niður og fær sér ljúffenga máltíð á þessum fallega veitingastað. Gott er heilsusamlegur og skapandi fjölskylduveitingastaður þar sem allt er lagað frá grunni. Áhersla er lögð á ferskt hráefni og gott bragð ásamt notalegu umhverfi til að njóta matarins. Veitingastaðurinn er í miðbænum svo staðsetningin er fullkominn endapunktur á góðri ferð.

Innihald ferðar

Reiknað er með að ferðin hefjist á bryggjunni – en auðvitað er ekkert mál að breyta því ef annar staður hentar hópnum betur
Frá bryggjunni er gengið á veitingastaðinn Slippinn – þar er tekið á móti hópnum með standandi smáréttum ásamt kynningu á sögu veitingastaðarins
Gengið í sprönguna – í spröngunni er sýnt hvernig eyjamenn eru vanir að sveifla sér í klettunum
Róleg ganga í gegnum bæinn – leiðsögumaður segir skemmtilegar sögur af fólkinu í eyjum
Sagnheimar – byggðasafnið okkar skoðað með leiðsögn
Gengið á veitingastaðinn Gott – máltíð og góð stemning

Innifalið

Leiðsögn
Matur á Slippnum
Matur á Gott
Sagnheimar

Ekki Innifalið

Drykkir

Gott að vita

Með öllum ferðum getur fylgt heildarskipulagning s.s bóka í Herjólf, panta á veitingastaði og aðra afþreyingu
Drykkir eru ekki innifaldir í verði
Klæða sig eftir veðri

Veljið dagsetningu

Vinsamlega athugið að í þessari ferð er lágmark 8 manns í hóp

Samstarfsaðilar

VikingTours™ er fjölskyldu rekin ferðaskrifstofa með mikla reynslu og vitnesku um Vestmannaeyjar. Við bjóðum upp á mikið af úrvali af ferðum og er aðal merki okkar leiðsögn að hætti heimamanna. Leggjum áherslu á að tengja staðreyndir við skemmtilegar sögur af fólkinu í eyjum. Við bjóðum upp á margs konar upplifun frá sjó og landi, bíl, rútu og göngur. Látum mikilfenglega náttúru njóta sín og tengjum söguna og upplifun fólksins saman. Fjölbreytt fuglalíf, eldgosasaga er eitthvað sem hefur heillað mikið og einbeitum við okkur að því að hvort sem þú ert í hópi eða einstaklingar á ferð þá reynum við að uppfylla hinn fullkomna dag í eyjum. Sjáumst í sumar í eyjum.
VikingFerðir™ - VE travel ehf.
Heiðarvegi 59 - 900 Vestmannaeyjum
Tel. +354 488 4800
info@vikingtours.is
© Copyright 2020 - 2022 VikingFerðir™ VE travel ehf. - All Rights Reserved  - Friðhelgisstefna - Powered by Zix ehf.
check-circle-ouserscalendar-fullclock linkedin facebook pinterest youtube rss twitter instagram facebook-blank rss-blank linkedin-blank pinterest youtube twitter instagram