Vestmannaeyjar eru þekktar fyrir mikla matarmenningu. Allt frá því að eyjan byggðist hefur hún haft að geima fjölbreytta matarkistu. Mikið var sótt í björgin, og fjölbreytt fugllífið hér hefur gefið vel og er Lundinn hvað einna þekktastur sem góð fæðunýting i gegnum tíðina og er enn mikið tengdur eyjunum, sérstaklega þegar kemur að þjóðhátið. Eggjatínsla er enn við líði þrátt fyrir að vera í minna mæli en áður var. Fiskurinn í sjónum hefur verið síðan aðal fæða eyjamanna í aldanna rás og voru margir sem komu af meginlandinu til vinnu hér við fiskinn. Í dag höfum við veitingastaði sem eru með þeim bestu á landinu og lagt er mikil áhersla á ferska matvöru. Slippurinn gengur það langt að hann sækir einnig í fjölskrúðugt gróðurlíf eyjanna sem krydd og meðlæti. En hvað er skemmtilegra en að ganga á milli og fá skemmtilegar sögur og koma við og smakka á einhverju einstöku og bragðgóðu. Þessi ferð er frábærlega samsett af góðum mat, sögum og fróðleik fyrir hópinn þin