Private Hraun-ganga

Private Hraun-ganga

Hreyfing, náttúra og saga saman í einum pakka.  Ert aldrei svikin að vera úti í náttúrinni með þetta fallega, stórbrotna landslag og fá skemmtilegar sögur í leiðinni.
Í boði
Okt - Nov
Lengd
2 klst
Fjöldi í hóp
8-30 manns

Ferðin

Þessi ferð er einstaklega skemmtileg fyrir þá sem vilja fræðast og fá góða hreyfingu í leiðinni. Farið er yfir söguna um gosið sagt frá fólkinu sem upplifði gosið og þurfti að yfirgefa heimilið sitt skyndilega á gosnóttina.  Einnig er farið létt yfir frekari sögu eyjanna, og því mikill fróðleikur líka um aðra sögu og um lífið á eyjunni í dag og á fyrri tímum.  Innfæddur leiðsögumaður gerir gönguna skemmtilega með því að flétta skemmtilegum sögum frá fólkinu í bland við staðreyndir.  Mikilfenglegt útsýnið á toppi Eldfells eru svo bestu verðlaunin eftir að hafa gengið upp fjallið.

Leiðarlýsing

Gangan byrjar á bryggjunni, og er gengið í átt að Skansinum.  Komið er við þar og  stoppað og farið yfir það fallega svæði sem Skansinn er.  Förum léttilega yfir þau mannvirki sem eru staðsett þar eins og stafkirkjan, Landlyst, virkið og.fl

Frá Skansinum er gengið út á nýjahraunið og komum við þar sem gamla sundlaugin stóð, þaðan förum við og göngum meðfram hraunjaðrinum, þar sem Vestmanneyjabær blasir við, farið er yfir sögu hraunhitans og svo komið við á útsýnsipallinum þar sem farið er aðeins yfir þrekvirkið sem eyjamenn stóðu fyrir að snúa til baka eftir gos.  Þannig að hraunið er létt og skemmtileg ganga með nokkrum sögustoppum. Næst tekur við eldfjallið sjálft sem er aðeins meira krefjandi en hraunið en þá fara allir bara á sínum hraða og er fjallið eins og fimm brekkur sem auðvelt er að stoppa á inn á milli. Toppurinn á eldfellinu geymir  eitt fallegasta útsýni eyjanna. Síðan er farið niður fjallið og leiðbeinir leiðsögumaður hvar best er að fara ef þú vilt enda í miðbænum, í Eldheimum eða gera annað skemmtilegt.

Innihald ferðar

Gönguferð yfir nýjahraunið með leiðsögumanni

Gott að vita

Þetta er miðlungs erfið ganga og gott er að vera í góðum gönguskóm
Klæða sig eftir veðri

Veljið dagsetningu

Samstarfsaðilar

VikingTours™ er fjölskyldu rekin ferðaskrifstofa með mikla reynslu og vitnesku um Vestmannaeyjar. Við bjóðum upp á mikið af úrvali af ferðum og er aðal merki okkar leiðsögn að hætti heimamanna. Leggjum áherslu á að tengja staðreyndir við skemmtilegar sögur af fólkinu í eyjum. Við bjóðum upp á margs konar upplifun frá sjó og landi, bíl, rútu og göngur. Látum mikilfenglega náttúru njóta sín og tengjum söguna og upplifun fólksins saman. Fjölbreytt fuglalíf, eldgosasaga er eitthvað sem hefur heillað mikið og einbeitum við okkur að því að hvort sem þú ert í hópi eða einstaklingar á ferð þá reynum við að uppfylla hinn fullkomna dag í eyjum. Sjáumst í sumar í eyjum.
VikingFerðir™ - VE travel ehf.
Heiðarvegi 59
900 Vestmannaeyjum
Tel. +354 488 4800
info@vikingtours.is
© Copyright 2020 - VikingTours™ VE travel ehf. - All Rights Reserved  - Friðhelgisstefna - Powered by zix.is
check-circle-ouserscalendar-fullclock linkedin facebook pinterest youtube rss twitter instagram facebook-blank rss-blank linkedin-blank pinterest youtube twitter instagram