Kayak ferðir

Góð hreyfing í einstakri náttúru

Ein besta leiðin til að sjá lunda, anda að sér fersku sjávarloftinu og frábær skemmtun.
Í boði
Mai-sept
Lengd
2 klst
Fjöldi í hóp
2 min

Við bjóðum upp á kayakferðir um hina mögnuðu Klettsvík í Vestmannaeyjum. Klettsvík varð heimsfræg þegar háhyrningurinn Keikó var fluttur þangað til að aðlagast aftur náttúrunni. Í Klettsvíkinni má finna Lunda og helstu sjófugla landsins. Til stendur að flytja tvo mjaldra (hvíta hvali) í Klettsvíkina til að frelsa þá úr laugum sem þeir hafast við í Kína. Ferðin hjá okkur hefst á Skansinum þar sem við siglum beint upp að Heimakletti sem er eitt fallegasta fjall eyjanna. Síðan er siglt með Klettinum inn í Klettsvík þar sem við skoðum fuglalífið og það sem náttúran býður okkur upp á. Þaðan er haldið í hinn magnaða Klettshelli. Að því loknu eru aftur siglt að Heimakletti og til baka á Skansinn. Þessi túr býður upp á góða hreyfingu í einstaklega fallegri náttúru.

Innihald ferðar

Veljið dagsetningu


Samstarfsaðilar

VikingTours™ er fjölskyldu rekin ferðaskrifstofa með mikla reynslu og vitnesku um Vestmannaeyjar. Við bjóðum upp á mikið af úrvali af ferðum og er aðal merki okkar leiðsögn að hætti heimamanna. Leggjum áherslu á að tengja staðreyndir við skemmtilegar sögur af fólkinu í eyjum. Við bjóðum upp á margs konar upplifun frá sjó og landi, bíl, rútu og göngur. Látum mikilfenglega náttúru njóta sín og tengjum söguna og upplifun fólksins saman. Fjölbreytt fuglalíf, eldgosasaga er eitthvað sem hefur heillað mikið og einbeitum við okkur að því að hvort sem þú ert í hópi eða einstaklingar á ferð þá reynum við að uppfylla hinn fullkomna dag í eyjum. Sjáumst í sumar í eyjum.
VikingFerðir™ - VE travel ehf.
Heiðarvegi 59
900 Vestmannaeyjum
Tel. +354 488 4800
info@vikingtours.is
© Copyright 2020 - VikingTours™ VE travel ehf. - All Rights Reserved  - Friðhelgisstefna - Powered by zix.is
userscalendar-fullclock linkedin facebook pinterest youtube rss twitter instagram facebook-blank rss-blank linkedin-blank pinterest youtube twitter instagram