Við bjóðum upp á kayakferðir um hina mögnuðu Klettsvík í Vestmannaeyjum. Klettsvík varð heimsfræg þegar háhyrningurinn Keikó var fluttur þangað til að aðlagast aftur náttúrunni. Í Klettsvíkinni má finna lunda og helstu sjófugla landsins. Tveir mjaldrar eiga heimili í Klettsvík en þeir voru fluttir úr lítilli laug skemmtigarðs í Kína til Vestmannaeyja. Ferðin hefst á Skansinum þar sem við siglum beint upp að Heimakletti sem er eitt fallegasta fjall eyjanna. Síðan er siglt með klettinum inn í Klettsvík þar sem við skoðum fuglalífið og það sem náttúran býður okkur upp á þann daginn. Þaðan er haldið í hinn magnaða Klettshelli. Að því loknu er aftur siglt að Heimakletti og til baka á Skansinn. Þessi túr býður upp á góða hreyfingu í einstaklega fallegri náttúru.