Gullni Eyja hringurinn

Gönguferð, Eldheimar og útsýnisferð

Frábær leið til þess að skoða eyjuna og upplifa sterk tengsl við náttúruna þegar gengið er yfir hraunbreiðuna. Gangan endar í Eldheimum þar sem myndir og hljóð frá eldgosinu auka upplifunina eftir hraungönguna. Þá á eftir að kanna restina af eyjunni og er hún skoðuð í skemmtilegri útsýnisferð þar sem keyrt er á milli staða og gengið um á fallegustu stöðum eyjunnar.
Í boði
Allt árið
Lengd
4 klst.
Fjöldi í hóp
Lágmark 8 pers.

Þessi ferð er með sannköllu gosþema, gengið er yfir hraunbreiðuna sem er um 50 ára gömul og gosminjasafnið skoðað að því loknu. Til að toppa ferðina er keyrt um eyjuna og stoppað á markverðustu stöðunum sem hún hefur að geyma.

Að ganga yfir hraunið sem varð til í eldgosinu 1973 er einstaklega skemmtilegt, svona ungt land og mikil saga. Innfæddur leiðsögumaður fer með ykkur yfir nýja-hraunið og sagðar eru sögur frá gosinu og viðbrögðum fólksins sem þurfti að yfirgefa eyjuna skyndilega eina janúarnótt.  Vel sést hversu mikið gosið var og sögurnar af þrekvirki fólksins eru alveg ótrúlegar. Náttúran er hrikaleg, svona nýlegt hraun og fallegt útsýni yfir eyjuna og bæinn. Að innsigla svo gönguna með því að sjá hrikalegar myndirnar í Eldheimum er eitthvað sem gerir þetta ennþá raunverulegra.

En þar sem eyjan er svo margslungin og falleg þá er ekki hægt að enda ferðina hér, að sjálfsögðu þarf einnig að skoða fleiri staði svo við missum ekki af því sem Heimaey hefur upp á að bjóða.  Að slaka á í stuttri útsýnisferð og hlusta á skemmtilegar sögur frá heimamanni sem þekkir hvern krók og kima eyjunnar passar vel inn í þessa ferð. Allt sett í skemmtilegan búning með fróðleik og sögum sem lífgar upp á daginn.

Gangan hefst á bryggjunni og er gengið í átt að Skansinum. Þar er stoppað og farið yfir sögu þessa fallega svæðis. Ýmis mannvirki eru þar staðsett eins og stafkirkjan, Landlyst, virkið og sjótankar gömlu sundlaugarinnar. Sagt er frá Tyrkjaráninu og hvaða þátt Skansinn átti í þeim hörmungum.

Frá Skansinum er gengið út á nýja-hraunið sem varð til í eldgosinu 1973 og komum við þar sem gamla sundlaugin stóð. Sjá má Hraunskóga þar sem Skógræktarfélag Vestmannaeyja hefur unnið að skógrækt í hrauninu.

Þaðan göngum við meðfram hraun-jaðrinum þar sem Vestmanneyjabær blasir við í öllu sínu veldi, auðvelt er að gera sér grein fyrir kraftinum sem hraunaði yfir bæinn þar sem maður stendur hátt uppi á hrauninu. Leiðsögumaðurinn stoppar á nokkrum vel völdum stöðum og segir frá gosnóttinni, frásagnir af fólkinu sem yfirgaf heimili sín, af ferðalaginu og fólkinu sem varð eftir. Sögur af komunni upp á land og hvernig Íslendingar tóku höndum saman og fundu samastað og nauðsynjar fyrir alla. Ótrúlegastar eru sögurnar sem vekja hlátur þrátt fyrir alvarleika atburðanna og við eigum þó nokkrar slíkar sem leiðsögumaðurinn deilir með hópnum. Við segjum einnig frá þrekvirkinu sem eyjamenn stóðu frammi fyrir eftir að snúið var heim aftur eftir gosið. Létt og skemmtileg ganga með nokkrum sögustoppum sem tekur um klukkustund.

Gangan endar í Eldheimum sem geymir minningar um eldgosið. Það er alveg einstakt að fara inn í Eldheima eftir að hafa gengið yfir hraunið og séð ummerki gossins. Þar er að sjá fallegar en jafnframt hrikalegar myndir af eldgosinu og hljóðin frá gosinu sem heyrast í leiðsögubúnaðinum eru ótrúleg. Fólk fer í gegnum safnið á eigin hraða með sinn eigin leiðsögubúnað.

Frá Eldheimum er keyrt út í Stórhöfða, þar er stórkostlegt útsýni til allra átta og tilvalið að taka hópmynd. Rölt er um og útsýnið skoðað á þessum vindasama stað. Ef lundinn er á eyjunni er komið við í lundabyggðinni og fylgst með þessum skemmtilegu fuglum.

Keyrt er í rólegheitum meðfram hamrinum vestast á eyjunni, útsýnið er einstakt á góðviðrisdögum þar sem hægt er að sjá Surtsey, smáeyjarnar og fílinn sem er þekkt bergmynd við golfvöllinn.

Við stoppum í dalnum og fáum sögu Þjóðhátíðarinnar í stuttu máli, dalurinn er þekktastur fyrir þessa stóru fjölskylduhátíð sem hefur verið haldin flest ár síðan á 19. öld. Dalurinn geymir þó fleiri merkar sögur, t.d. eru þar tóftir eftir búsetu fyrsta landnámsmanns eyjunnar og sjóræningjarnir sem komu hingað á 17. öld rændu þar líka og rupluðu.

Ferðin getur endað þar sem hópurinn óskar eftir að vera settur út, við mælum með að kíkja aðeins í miðbæinn okkar þar sem hægt er að setjast niður í rólegheitum eða rölta um og skoða mannlífið.

Innihald ferðar

Ferðin byrjar á bryggjunni – hópurinn hittir leiðsögumanninn og leggur af stað
Skansinn – létt ganga frá bryggjunni. Stoppað á Skansinum og farið yfir sögu staðarins
Hraunganga – gengið yfir hraunbreiðuna sem myndaðist árið 1973. Stoppað reglulega á leiðinni þar sem leiðsögumaðurinn segir dramatískar og fyndnar sögur úr gosinu
Eldheimar – gangan endar í Eldheimum og safnið er skoðað
Stórhöfði – keyrt er út í Stórhöfða. Útsýni er til allra átta frá toppnum, einnig er stoppað við lundabyggðina ef árstíminn er réttur
Útsýnisferð – keyrt er rólega vestan megin á eyjunni þar sem útsýni er yfir Surtsey og smáeyjarnar á góðviðrisdögum
Herjólfsdalur – sennilega frægasti dalur landsins og það ekki að ástæðulausu enda einstaklega fallegur, líka þegar hann er óskreyttur
Hópnum er keyrt á lokapunkt að eigin vali

Innifalið

Gönguferð yfir hraunið
Aðgangur að Eldheimum
Útsýnisferð um eyjuna
Leiðsögn

Gott að vita

Hægt er að fá aðstoð við að bóka og skipuleggja ferðina til eyja. Bóka í Herjólf, bóka afþreyingu, söfn og á veitingastaði
Klæða sig eftir veðri
Góðir skór eru góð hugmynd

Veljið dagsetningu


Samstarfsaðilar

VikingTours™ er fjölskyldu rekin ferðaskrifstofa með mikla reynslu og vitnesku um Vestmannaeyjar. Við bjóðum upp á mikið af úrvali af ferðum og er aðal merki okkar leiðsögn að hætti heimamanna. Leggjum áherslu á að tengja staðreyndir við skemmtilegar sögur af fólkinu í eyjum. Við bjóðum upp á margs konar upplifun frá sjó og landi, bíl, rútu og göngur. Látum mikilfenglega náttúru njóta sín og tengjum söguna og upplifun fólksins saman. Fjölbreytt fuglalíf, eldgosasaga er eitthvað sem hefur heillað mikið og einbeitum við okkur að því að hvort sem þú ert í hópi eða einstaklingar á ferð þá reynum við að uppfylla hinn fullkomna dag í eyjum. Sjáumst í sumar í eyjum.
VikingFerðir™ - VE travel ehf.
Heiðarvegi 59 - 900 Vestmannaeyjum
Tel. +354 488 4800
info@vikingtours.is
© Copyright 2020 - 2022 VikingFerðir™ VE travel ehf. - All Rights Reserved  - Friðhelgisstefna - Powered by Zix ehf.
check-circle-ouserscalendar-fullclock linkedin facebook pinterest youtube rss twitter instagram facebook-blank rss-blank linkedin-blank pinterest youtube twitter instagram