Ef þú ert ekki mikið fyrir að vera lengi í rútu og vilt finna vel fyrir náttúrunni þá er þetta einstaklega flott ferð. Að ganga yfir hraunið sem varð til í eldgosinu 1973 er einstaklega skemmtilegt, svona ungt land og mikil saga. Innfæddur leiðsögumaður fer með ykkur og er hér gengið yfir nýjahraunið og sagðar skemmtilega sögur frá gosinu og viðbrögðum fólksins sem þurfti að yfirgefa eyjuna skyndilega um nóttina árið 1973. Þarna sést vel hversu mikið gosið var og sögurnar af þrekvirki fólksins er alveg ótrúlegt. Náttúran er hrikaleg, svona nýlegt hraun en fallegt útsýni yfir fallegu eyjuna og bæinn. Að innsigla svo gönguna með því að sjá hrikalegar myndirnar í Eldheimum er eitthvað sem gerir þetta raunverulegt. En þar sem eyjan er svo margslungin og falleg þá þarf að skoða einnig aðra staði svo ekki sé misst af neinu. Að slaka á í stuttri rútuferð og hlusta á skemmtilegar sögur frá eyjamanni passar vel við og kíkt er inn í Herjólfsdal, farið á Stórhöfða og í lundabyggðina ef lundinn er á eyjunni. Allt saman sett í skemmtilegan búining með fróðleik og sögum sem lífgar upp á.