Gullni Eyja hringurinn

Gönguferð, Eldheimar og rútuferð

Frábær leið til þess að sjá eyjunna og fá söguna beint í æð.  Þú ert í mikilli tengingu við náttúruna með því að ganga yfir hraunið og sjá öll ummerki gosins og fá síðan þessa sterku upplifun að enda gönguna í Eldheimum þar sem hrikalegar myndir loka hringnum. Þá á eftir að kanna restina af eyjunni og er hún skoðuð í skemmtilegri rútuferð.
Í boði
Allt árið
Lengd
4 klst.
Fjöldi í hóp
Lágmark 8 per.

Ef þú ert ekki mikið fyrir að vera lengi í rútu og vilt finna vel fyrir náttúrunni þá er þetta einstaklega flott ferð. Að ganga yfir hraunið sem varð til í eldgosinu 1973 er einstaklega skemmtilegt, svona ungt land og mikil saga. Innfæddur leiðsögumaður fer með ykkur og er hér gengið yfir nýjahraunið og sagðar skemmtilega sögur frá gosinu og viðbrögðum fólksins sem þurfti að yfirgefa eyjuna skyndilega um nóttina árið 1973. Þarna sést vel hversu mikið gosið var og sögurnar af þrekvirki fólksins er alveg ótrúlegt. Náttúran er hrikaleg, svona nýlegt hraun en fallegt útsýni yfir fallegu eyjuna og bæinn. Að innsigla svo gönguna með því að sjá hrikalegar myndirnar í Eldheimum er eitthvað sem gerir þetta raunverulegt.  En þar sem eyjan er svo margslungin og falleg þá þarf að skoða einnig aðra staði svo ekki sé misst af neinu.  Að slaka á í stuttri rútuferð og hlusta á skemmtilegar sögur frá eyjamanni passar vel við og kíkt er inn í Herjólfsdal, farið á Stórhöfða og í lundabyggðina ef lundinn er á eyjunni.  Allt saman sett í skemmtilegan búining með fróðleik og sögum sem lífgar upp á.

Innihald ferðar

Gangan hefst á bryggjunni og er gengið í átt að Skansinum. Þar er stoppað við og farið yfir sögu þess fallega svæðis sem Skansinn er. Farið léttilega yfir þau mannvirki sem eru staðsett þar eins og stafkirkjan, Landlyst, virkið o.fl.
Frá Skansinum er gengið út á nýja hraunið sem varð til í eldgosinu 1973 og komum við þar sem gamla sundlaugin stóð. Þaðan göngum við meðfram hraunjaðrinum þar sem Vestmanneyjabær blasir við. Farið er yfir sögu hraunhitans og komið við á útsýnsipalli þar sem sagt er frá því þrekvirki sem eyjamenn stóðu frammi fyrir vinna eftir að snúið var heim aftur eftir gos. Létt og skemmtileg ganga með nokkrum sögustoppum.
Gangan endar í Eldheimum, sem geymir minningar um eldgosið. Það er alveg einstakt að fara inn í Eldheima eftir að hafa gengið yfir hraunið og séð ummerki gosins. Þar er að sjá fallegar jafnframt hrikalegar myndir af eldgosinu.
Frá Eldheimum er farið í rútuferð. Fyrst er keyrt inn í Herjólfsdal og saga Þjóðhátíðar Vestmannaeyja rakin í stuttu máli ásamt því að skoða Landnámsbæinn. Þar eftir er keyrt meðfram hamrinum þar sem sjá má Fílinn, eitt af frægustu kennileitum Vestmannaeyja. Eftir það er keyrt út á Stórhöfða og komið við í lundabyggð ef lundatímabil er á eyjunni.

Innifalið

Gönguferð yfir hraunið
Rútuferð um eyjuna
Aðgangur Að Eldheimum
Leiðsögn

Gott að vita

Hægt er að fá aðstoð við að bóka og skipileggja ferðina til eyja. Bóka Herjólf, afþreyingu, söfn og matsölustaði.
Fyrir minni hópa ( 8-20) er ferðin farin á M.B Sprinter 20 Sæta. Fyrir stærri hópa er farið í 50 sæta Volvo rútu

Veljið dagsetningu


Samstarfsaðilar

VikingTours™ er fjölskyldu rekin ferðaskrifstofa með mikla reynslu og vitnesku um Vestmannaeyjar. Við bjóðum upp á mikið af úrvali af ferðum og er aðal merki okkar leiðsögn að hætti heimamanna. Leggjum áherslu á að tengja staðreyndir við skemmtilegar sögur af fólkinu í eyjum. Við bjóðum upp á margs konar upplifun frá sjó og landi, bíl, rútu og göngur. Látum mikilfenglega náttúru njóta sín og tengjum söguna og upplifun fólksins saman. Fjölbreytt fuglalíf, eldgosasaga er eitthvað sem hefur heillað mikið og einbeitum við okkur að því að hvort sem þú ert í hópi eða einstaklingar á ferð þá reynum við að uppfylla hinn fullkomna dag í eyjum. Sjáumst í sumar í eyjum.
VikingFerðir™ - VE travel ehf.
Heiðarvegi 59
900 Vestmannaeyjum
Tel. +354 488 4800
info@vikingtours.is
© Copyright 2020 - VikingTours™ VE travel ehf. - All Rights Reserved  - Friðhelgisstefna - Powered by zix.is
check-circle-ouserscalendar-fullclock linkedin facebook pinterest youtube rss twitter instagram facebook-blank rss-blank linkedin-blank pinterest youtube twitter instagram