Lunda- og Eldfjallaferð

Skoðunarferð

Hvað er betra en að geta hoppað upp í stutta rútferð með eyjapeyja og fá alla náttúruna og sögurnar beint í æð. Frábær leið til að spanna alla eyjuna
Í boði
Apríl - Nóv
Lengd
2 klst
Fjöldi í hóp
1 pers.

The puffin and Volcano tour er rútuferð í eyjum. Farið er yfir eyjuna og þú færð góða vitneskju um lífið á eyjunni og sögu eyjanna.  Stoppað er á fallegustu og vinsælustu stöðunum. Farið er út á hverjum stað svo það er ekki setið of lengi í rútunni.  Skemmtilegur eyjamaður gerir ferðina skemmtilega.  Einnig er farið í lundabyggðina og kíkt á lundann í sínu náttúrulega umhverfi.  Helstu staðir sem farið er á eru Herjólfsdalur, kíkt á fílinn, farið upp á Stórhöfða. Einnig er keyrt yfir nýja-hraunið og farið inn í gíginn.

 

Innihald ferðar

Lagt af stað frá aðstöðu Eyjatour á Tangagötu
Sprangan
Herjólfsdalur
Stórhöfði
Eldfell
Lundi

Gott að vita

Lágmark 4 í ferð, það er safnað í ferð
Það er stutt ganga út í lundabyggð þannig að það er gott að vera í góðum gönguskóm

Veljið dagsetningu

Samstarfsaðilar

VikingTours™ er fjölskyldu rekin ferðaskrifstofa með mikla reynslu og vitnesku um Vestmannaeyjar. Við bjóðum upp á mikið af úrvali af ferðum og er aðal merki okkar leiðsögn að hætti heimamanna. Leggjum áherslu á að tengja staðreyndir við skemmtilegar sögur af fólkinu í eyjum. Við bjóðum upp á margs konar upplifun frá sjó og landi, bíl, rútu og göngur. Látum mikilfenglega náttúru njóta sín og tengjum söguna og upplifun fólksins saman. Fjölbreytt fuglalíf, eldgosasaga er eitthvað sem hefur heillað mikið og einbeitum við okkur að því að hvort sem þú ert í hópi eða einstaklingar á ferð þá reynum við að uppfylla hinn fullkomna dag í eyjum. Sjáumst í sumar í eyjum.
VikingFerðir™ - VE travel ehf.
Heiðarvegi 59 - 900 Vestmannaeyjum
Tel. +354 488 4800
info@vikingtours.is
© Copyright 2020 - 2022 VikingFerðir™ VE travel ehf. - All Rights Reserved  - Friðhelgisstefna - Powered by Zix ehf.
check-circle-ouserscalendar-fullclock linkedin facebook pinterest youtube rss twitter instagram facebook-blank rss-blank linkedin-blank pinterest youtube twitter instagram