Hvað er betra en að taka sér frí frá hversdagleikanum og koma til eyja og dekra við sjálfan þig. Frábær ferð samsett af skemmtilegri útsýnisferð með innfæddum eyjamanni, Jóga og hugleiðslu til að næra huga, sál og líkama. Ekki skemmir að njóta með góðum mat og góðan félagskap og gisting á hóteli svo allt verði mjög afslappað og skemmtilegt. Helen Dögg leiðir ykkur í gegnum frábæran dag í eyjum svo þið farið endurnærðar heim með góðar minningar.