Dekur og dásemd með Helen Dögg

Dekur og dásemd í eyjum. Jóga, hugleiðsla, slökun, Matur og góður félagsskapur

Að vera í fallegu umhverfi með skemmtilegu fólki, njóta og dekra svolítið við sig, er það sem þessi ferð snýst um.
Í boði
Allt árið um kring
Lengd
2 dagar / 1 nótt
Fjöldi í hóp
Hópar

Hvað er betra en að taka sér frí frá hversdagleikanum og koma til eyja og dekra við sjálfan þig. Frábær ferð samsett af skemmtilegri útsýnisferð með innfæddum eyjamanni,  Jóga og hugleiðslu til að næra huga, sál og líkama. Ekki skemmir að njóta með góðum mat og góðan félagskap og gisting á hóteli svo allt verði mjög afslappað og skemmtilegt. Helen Dögg leiðir ykkur í gegnum frábæran dag í eyjum svo þið farið endurnærðar heim með góðar minningar.

Innihald ferðar

10:14 mætt í Landeyjar höfn Herjólfur leggur af stað kl 10:45
11:20 Móttaka á bryggjunni.
11:30 Skemmtileg útsýnis ferð um eyjuna.Mikil og falleg náttúra og skemmtilegar sögur frá innfæddum eyjamanni gerir ferðina skemmtilega og lifandi. Að heyra sögurnar af fólkinu og fá innsýn í gamla tíman ásamt að tengja við lífið núna er eitthvað svo lifandi. Þarna færðu yfirsýn yfir alla eyjuna og brot af því besta.
13:00 komið sér fyrir á hóteli. Hótel Vestmanaeyjar er eitt besta hótel sem er í boði í Vestmannaeyjum. Hótelið er staðsett í hjarta bæjarins og er Einsi Kaldi veitingastaður staðsettur á hótelinu.
13:30 Matur á Gott. GOTT er heilsusamlegur og skapandi fjölskylduveitingastaður sem notar aðeins ferskt og heilnæmt hráefni. Allar sósur, soð, súpur, brauð og kökur eru löguð frá grunni á staðnum. Gott sækir ferskan fisk beint af fiskmarkaðnum á hverjum morgni.
14:30 Frjálstími tilvalið að kíkja við í búðum
16:00 Hittumst á hóteli og röltum saman á Hresso líkamsrækt þar sem við gæðum okkur á dýrindis caco beint frá Guatemala og förum í yin yoga & djúpslökun.
17:30 Smá spjall og kozy , jafnvel gera sig til fyrir kvöldið
19:00 Einsi kaldi. Veitingastaðurinn Einsi kaldi er til húsa á jarðhæð Hótel Vestmannaeyja í byggingu sem á sér langa og merka sögu. Veitingastaðurinn hefur verið starfræktur frá 2011 og tekur 80 manns í sæti. Matreiðslumeistarinn, Einar Björn Árnason ( Einsi kaldi ) og starfsfólk hans hefur gott orðspor fyrir snilli sína í matargerð og fyrir að veita góða þjónustu.
Sunnudagur 9:00 Morgunmatur á hóteli
9:30 Yoga,Spa og Cacao á hóteli. Rúmgóður og flottur vel upphitaður salur.
12:00 Herjólfur. Hópnum keyrt niður á bryggju mæting 30 mín fyrir brottför.

Innifalið

Herjólfur
Útsýnisferð með heimamanni
Jógatímar
Hugleiðsla
Spa og Cacao á hóteli
Hótel í eina nótt
Morgunmatur

Ekki Innifalið

Matur á veitingarstað
Drykkir á matsölustað

Gott að vita

Verð fyrir allan pakkann er 29.900
Fyrir auka nótt á Hótel Vestmannaeyjum bætast við 7500 miðað við 2 í herbergi
Verðið miðast við að ferðin byrji í Landeyjarhöfn. Hægt er að byrja ferðina hvar á landi sem er. hafið samband og fáið tilboð
Ekkert mál að breyta ferðinni t.d. lengja í 2 nætur.
Fyrir minni hópa ( 2-6 ) er farið í útsýnisferð á M.B V-class ( 7-17) er ferðin farin á M.B Sprinter Lúxus bíl 17 Sæta. Fyrir stærri hópa er farið í 50 sæta Volvo rútu
Gott býður hópnum upp á 10% afslátt af matseðli.
Pizzagerðin býður upp á 15% afslátt af matseðli.
Einsi Kaldi býður upp á 10% afslátt af matseðli
Smart tískuvöruverslun býður upp á 15 % aflátt af fatnaði

Veljið dagsetningu


Samstarfsaðilar

VikingTours™ er fjölskyldu rekin ferðaskrifstofa með mikla reynslu og vitnesku um Vestmannaeyjar. Við bjóðum upp á mikið af úrvali af ferðum og er aðal merki okkar leiðsögn að hætti heimamanna. Leggjum áherslu á að tengja staðreyndir við skemmtilegar sögur af fólkinu í eyjum. Við bjóðum upp á margs konar upplifun frá sjó og landi, bíl, rútu og göngur. Látum mikilfenglega náttúru njóta sín og tengjum söguna og upplifun fólksins saman. Fjölbreytt fuglalíf, eldgosasaga er eitthvað sem hefur heillað mikið og einbeitum við okkur að því að hvort sem þú ert í hópi eða einstaklingar á ferð þá reynum við að uppfylla hinn fullkomna dag í eyjum. Sjáumst í sumar í eyjum.
VikingFerðir™ - VE travel ehf.
Heiðarvegi 59 - 900 Vestmannaeyjum
Tel. +354 488 4800
info@vikingtours.is
© Copyright 2020 - 2022 VikingFerðir™ VE travel ehf. - All Rights Reserved  - Friðhelgisstefna - Powered by Zix ehf.
check-circle-ouserscalendar-fullclock linkedin facebook pinterest youtube rss twitter instagram facebook-blank rss-blank linkedin-blank pinterest youtube twitter instagram