Besta af Heimaey

Bátsferð og skemmtileg rútuferð

Upplifun eyjanna frá landi og sjó. Þessi ferð er frábærlega samsett til að gera eina góða ferð í Vestmannaeyjum.
Í boði
Apríl - Nov
Lengd
4 klst
Fjöldi í hóp
Lágmark 8 per.

Mikilfenglegt landslag eyjanna hefur löngu verið þekkt. Að sigla um stórbrotna klettaveggina og virða fyrir sér allt fuglalífið er ein best upplifun sem eyjan getur gefið.  Hugurinn reikar oft til eyjalífsins þegar menn voru að síga eftir eggjum og veiða sér í matinn, sem þótti gott lífsviðurværi hér ásamt fiskinum í sjónum.  Það eru mikil tengsl við náttúruna í þessari ferð og ef hugsað er út í hversu ung eyjan er og margskonar bergmyndanir eftir því hvenær það varð til, þá er þetta alveg einstök perla og skilur eftir miklar minningar.

Saga eyjanna er mjög rík og að skoða eyjuna einnig á landi og fara yfir vinsælustu staðina þá er maður að fá allt það besta af Heimaey.  Leiðsögumaður frá Vestmannaeyjum segir skemmtilega frá staðreyndum og blandar við sögur af fólkinu sem býr eða bjó hér.

Innihald ferðar

Ferðin byrjar á bryggjunni. Byrjað er að fara í rútu og farið er meðfram höfninnni og inn í Herjólfsdal. Þar er farið inn í Landnámsbæinn ásamt að skoða staðinn sem Þjóðhátíð er haldin. Þaðan keyrum við meðfram hamrinum og sjáum eitt vinsælasta kennileiti Vestmannaeyja, fílinn.
Næst er Stórhöfði og Lundabyggðin skoðuð. Fallegt útsýni frá Stórhöfða er kjörinn staður til að taka hópmynd. Rétt fyrir neðan liggur lundabyggðin og tekur aðeins 2 min. að ganga þangað og skoða lundann í sínu náttúrulega umhverfi.
Nýjahraunið er skoðað næst og sjáum ummerki gossins frá 1973 og segjum ykkur skemmtilegar og hrikalegar sögur frá þeim tíma. Þannig að í þessari ferð erum við að fara yfir alla vinsælustu staði Vestmannaeyja.
Sagnheimar gefur síðan heildarmyndina og segir frá mikilli sögu Vestmannaeyja.
Bátsferð með Teistunni er eitthvað sem skilur eftir sig mikla upplifun þar sem siglt er í kringum eyjuna og mikilfenglegir klettaveggir njóta sín ásamt fjölbreyttu fuglalífi eyjanna. Farið er inn i hella og víkur og skemmtilegar sögur sagðar af eyjamanni.

Innifalið

Bátsferð á Teistunni
Rútuferð um eyjuna
Leiðsögn

Gott að vita

Hægt er að fá aðstoð við að bóka og skipileggja ferðina til eyja. Bóka Herjólf, afþreyingu, söfn og matsölustaði.
Fyrir minni hópa ( 8-20) er ferðin farin á M.B Sprinter 20 Sæta. Fyrir stærri hópa er farið í 50 sæta Volvo rútu

Veljið dagsetningu

Samstarfsaðilar

VikingTours™ er fjölskyldu rekin ferðaskrifstofa með mikla reynslu og vitnesku um Vestmannaeyjar. Við bjóðum upp á mikið af úrvali af ferðum og er aðal merki okkar leiðsögn að hætti heimamanna. Leggjum áherslu á að tengja staðreyndir við skemmtilegar sögur af fólkinu í eyjum. Við bjóðum upp á margs konar upplifun frá sjó og landi, bíl, rútu og göngur. Látum mikilfenglega náttúru njóta sín og tengjum söguna og upplifun fólksins saman. Fjölbreytt fuglalíf, eldgosasaga er eitthvað sem hefur heillað mikið og einbeitum við okkur að því að hvort sem þú ert í hópi eða einstaklingar á ferð þá reynum við að uppfylla hinn fullkomna dag í eyjum. Sjáumst í sumar í eyjum.
VikingFerðir™ - VE travel ehf.
Heiðarvegi 59
900 Vestmannaeyjum
Tel. +354 488 4800
info@vikingtours.is
© Copyright 2020 - VikingTours™ VE travel ehf. - All Rights Reserved  - Friðhelgisstefna - Powered by zix.is
check-circle-ouserscalendar-fullclock linkedin facebook pinterest youtube rss twitter instagram facebook-blank rss-blank linkedin-blank pinterest youtube twitter instagram