Besta af Heimaey

Heimaey skoðuð af sjó og í landi

Þessi ferð er fullkomin tvenna. Ef þig langar að kanna Heimaey eins og best verður á kosið þá er þetta ferðin fyrir þig. Mikilfenglegt landslag eyjanna er vel þekkt og að kynnast því bæði af landi og sjó er einfaldega best
Í boði
Apríl - Okt
Lengd
4 klst
Fjöldi í hóp
Lágmark 8 pers.

Tengslin við náttúruna í þessari ferð eru einstök, að keyra og ganga á vinsælustu og fallegustu staðina og enda ferðina svo á að sjá marga af sömu stöðum frá sjó gefur þér það besta af Heimaey. Í ferðinni fræðumst við einnig um sögu eyjunnar og fólksins sem þar bjó og býr enn.

Gert er ráð fyrir að við byrjum ferðina á bryggjunni, þó er ekkert mál að sækja hópinn þangað sem þess er óskað. Keyrt er í sprönguna þar sem leiðsögumaðurinn segir frá og sýnir sínar bestu hliðar í spranginu. Það er svo velkomið að prufa sjálfur undir styrkri leiðsögn heimamannsins. Næst liggur leiðin í dalinn sem er þekktastur fyrir Þjóðhátíðina, dalurinn á sér þó mun lengri sögu og frá mörgu er að segja. T.d. eru þar tóftir fyrsta grjóthúss á Íslandi (að því er talið) og sjóræningar Tyrkjaránsins fóru ránshendi um þennan sama dal. Einnig er gaman að ganga að endurbyggðum Herjólfsbæ eða að tjörninni í miðjum dalnum. Í rólegheita útsýnisferð á leið í Stórhöfða má sjá fílinn sem er eins og höggvinn í stein þegar keyrt er upp hamarinn, smáeyjarnar skarta sínu fegursta á góðviðrisdögum og jafnvel sést til Surtseyjar. Við keyrum fram hjá Ræningjatanga og upp Stórhöfðann þar sem við njótum útsýnis til allra átta og tökum jafnvel hópmynd þar sem bakrunnurinn er sá besti sem hægt er að hugsa sér. Í Stórhöfða er einnig fuglaskoðunarhús við eina af stærstu lundabyggðunum. Næst er ferðinni heitið yfir nýja-hraunið en Heimaeyjargosið 1973 stækkaði eyjuna þegar hraun tók að renna til austurs og út í sjó, hraunið rann þó einnig til vesturs og færði þriðjung hússanna á kaf. Leiðsögumaðurinn segir sögur af fólkinu sem upplifði þessar náttúruhamfarir, bæði dramatískar sögur og einnig sögur sem kitla hláturtaugarnar. Í nýja-hrauninu er einn af uppáhalds stöðunum okkar hjá Víkingferðum og hlökkum við til að ganga þangað með hópinn. Útsýnisferðin er um 2 klst og er hópnum skilað beint í siglinguna.

Næst tekur við bátsferð á Teistu sem siglir hringinn í kringum Heimaey. Hægt er að sitja bæði úti og inni þegar siglingarinnar er notið og nóg pláss er um borð. Að sigla hjá stórbrotnum klettaveggjum og virða fyrir sér fuglalífið er undursamleg upplifun þegar komið er til eyja.  Hugurinn reikar oft til eyjalífsins þegar menn voru að síga eftir eggjum og veiða sér í matinn sem þótti gott lífsviðurværi, ásamt fisknum í sjónum.  Farið er inn i hella og víkur og á siglingunni sjást margir af sömu stöðum sem við skoðuðum fyrr um daginn en sjónarhornið er nýtt. Leiðsögumaðurinn segir  sögur úr Eyjum, frá náttúrunni, eyjunum, hefðunum, gosinu, lundanum og mannlífinu. Siglingin er 1,5 klst svo nóg er eftir af deginum þegar allt það besta af Heimaey hefur verið skoðað.

Innihald ferðar

Gert er ráð fyrir að ferðin byrji á bryggjunni – það er þó er ekkert mál að breyta upphafspunkti
Keyrt í sprönguna – þar förum við út og sjáum hvernig eyjamenn spranga í klettunum
Næsta stopp er dalurinn – fyrir utan að Þjóðhátíð er haldin í dalnum hefur hann einnig að geyma rústir fyrstu híbýla sem byggð voru í eyjum
Keyrt er í rólegheitum út í Stórhöfða – útsýni yfir smáeyjarnar og jafnvel sést Surtsey
Stórhöfði – í Stórhöfða er stórkostlegt útsýni til allra átta og lundabyggð sem gaman er að skoða
Keyrt um nýja-hraunið – árið 1973 opnaðist sprunga úr iðrum jarðar sem klauf sér leið út í sjó og neyddi heimafólk til að yfirgefa heimili sín og sigla upp á land
Bátsferð með Teistu – siglt er hringinn í kringum Heimaey og leiðsögumaður segir farþegum frá því sem fyrir augu ber

Innifalið

Útsýnisferð um eyjuna
Bátsferð með Teistu
Leiðsögn

Gott að vita

Hægt er að fá aðstoð við að bóka og skipuleggja ferðina til eyja. Bóka í Herjólf, bóka afþreyingu, söfn og matsölustaði
Klæða sig eftir veðri
Hægt er að sitja bæði úti og inni í bátsferðinni

Veljið dagsetningu


Samstarfsaðilar

VikingTours™ er fjölskyldu rekin ferðaskrifstofa með mikla reynslu og vitnesku um Vestmannaeyjar. Við bjóðum upp á mikið af úrvali af ferðum og er aðal merki okkar leiðsögn að hætti heimamanna. Leggjum áherslu á að tengja staðreyndir við skemmtilegar sögur af fólkinu í eyjum. Við bjóðum upp á margs konar upplifun frá sjó og landi, bíl, rútu og göngur. Látum mikilfenglega náttúru njóta sín og tengjum söguna og upplifun fólksins saman. Fjölbreytt fuglalíf, eldgosasaga er eitthvað sem hefur heillað mikið og einbeitum við okkur að því að hvort sem þú ert í hópi eða einstaklingar á ferð þá reynum við að uppfylla hinn fullkomna dag í eyjum. Sjáumst í sumar í eyjum.
VikingFerðir™ - VE travel ehf.
Heiðarvegi 59 - 900 Vestmannaeyjum
Tel. +354 488 4800
info@vikingtours.is
© Copyright 2020 - 2022 VikingFerðir™ VE travel ehf. - All Rights Reserved  - Friðhelgisstefna - Powered by Zix ehf.
check-circle-ouserscalendar-fullclock linkedin facebook pinterest youtube rss twitter instagram facebook-blank rss-blank linkedin-blank pinterest youtube twitter instagram