Mikilfenglegt landslag eyjanna hefur löngu verið þekkt. Að sigla um stórbrotna klettaveggina og virða fyrir sér allt fuglalífið er ein best upplifun sem eyjan getur gefið. Hugurinn reikar oft til eyjalífsins þegar menn voru að síga eftir eggjum og veiða sér í matinn, sem þótti gott lífsviðurværi hér ásamt fiskinum í sjónum. Það eru mikil tengsl við náttúruna í þessari ferð og ef hugsað er út í hversu ung eyjan er og margskonar bergmyndanir eftir því hvenær það varð til, þá er þetta alveg einstök perla og skilur eftir miklar minningar.
Saga eyjanna er mjög rík og að skoða eyjuna einnig á landi og fara yfir vinsælustu staðina þá er maður að fá allt það besta af Heimaey. Leiðsögumaður frá Vestmannaeyjum segir skemmtilega frá staðreyndum og blandar við sögur af fólkinu sem býr eða bjó hér.