Adrenalín ferð

Ribsafari, Eldheimar og rútuferð

Ef þú leitar eftir alvöru fjöri ferð þá er þessi klárlega fyrir  þinn hóp. Frábær blanda af fróðleik, skemmtun  og smá adrenalín flæði. Ribsafariferð, rútuferð, Eldheimar og eyjasögur.  Einstaklega skemmtileg dagsferð sem skilur eftir sig góðar minningar og þjappar saman hópnum.  eitthvað sem stendur uppúr.
Í boði
Apríl -Sept
Lengd
4 klst.
Fjöldi í hóp
Lágmark 10 Pers

Það hefur fylgt eyjunum að fara í bátsferð í aldanna tíð. Þróunin á bátunum hefur verið mikil, allt frá árabátunum upp í fínustu vélbáta. Floti eyjamanna í fiskveiðum hefur löngu verið þekktur.  Að fara út á bát sér til skemmtunar er einstök upplifun. Hvort sem þú ert í stórum eða litlum bát þá heilla mikilfengleg fjöllin alla. En að þeytast um á Ribsafari bát er eitthvað sem enginn gleimir og er yfirleitt það sem stendur upp úr í ferð til eyja. Ribsafari nær að sameina skemmtilega fróðleik, sögum, músik og smá hraða, það er eitthvað extra sem þessi upplifun gefur manni, kannski smá adrenalínflæði. Þessi ferð gerir þér kleypt að fræðast og sjá einnig eyjuna frá landi og er farið á alla vinsælustu staðina, eins og Herjólfsdalinn, Stórhöfða, lundabyggðina og Nýja hraunið. Gossögunni er gerð góð skil sem er svo fullkomnuð með því að kíkja inn í Eldheima, safnið sem geymir allar minningarnar um gosið. Að sjá allar fallegu myndirnar ásamt þeim hrikalegu gerir þetta raunverulegt. Einsktaklega skemmtileg ferð sem skilur mikið eftir sig.

Innihald ferðar

Við byrjum á þvi að taka á móti hópnum þegar hann mætir með Herjólfi. Við byrjum á því að fara um eyjuna í rútu og erum með infæddan eyjamann sem leiðsögumann. 
Það verður farið á vinsælustu staðina eins og Herjólfsdalinn, Stórhöfða, Lundabyggðina og keyrt yfir nýjahraunið og ummerki gossins skoðuð.
Þá er farið í Eldheima og þar sýna myndirnar vel hversu mikiðfenglegt gosið í raun var. Einstaklega vel skipulagt safn og færðu hljóðleiðsögn í gegnum safnið.
Þar á eftir er farið niður á bryggju og gallað sig upp fyrir Ribsafari fjörið. Það er tekinn frábær klukkutíma rúntur og siglt inn í fallegustu hellana og einstakt landslag eyjanna skoðað. Það fer eftir hversu miklum tíma stoppað er á eyjunni hvort fólk er bara með nesti eða planað að borða einhverstaðar fyrir eða á eftir.

Innifalið

Ribsafari
Eldheimar
Leiðsögumaður

Gott að vita

Hægt er að fá aðstoð við að bóka og skipileggja ferðina til eyja. Bóka Herjólf, afþreyingu, söfn og matsölustaði.
Flotgallar og vesti fylgir í Ribsafari

Veljið dagsetningu

Samstarfsaðilar

VikingTours™ er fjölskyldu rekin ferðaskrifstofa með mikla reynslu og vitnesku um Vestmannaeyjar. Við bjóðum upp á mikið af úrvali af ferðum og er aðal merki okkar leiðsögn að hætti heimamanna. Leggjum áherslu á að tengja staðreyndir við skemmtilegar sögur af fólkinu í eyjum. Við bjóðum upp á margs konar upplifun frá sjó og landi, bíl, rútu og göngur. Látum mikilfenglega náttúru njóta sín og tengjum söguna og upplifun fólksins saman. Fjölbreytt fuglalíf, eldgosasaga er eitthvað sem hefur heillað mikið og einbeitum við okkur að því að hvort sem þú ert í hópi eða einstaklingar á ferð þá reynum við að uppfylla hinn fullkomna dag í eyjum. Sjáumst í sumar í eyjum.
© Copyright 2020 - VikingTours™ VE travel ehf. - All Rights Reserved  - Friðhelgisstefna - Powered by zix.is
check-circle-ouserscalendar-fullclock linkedin facebook pinterest youtube rss twitter instagram facebook-blank rss-blank linkedin-blank pinterest youtube twitter instagram