Private ferð fyrir minni hópa

Lúxusferð í 18 manna Sprinter með leiðsögn að hætti heimamanna

Að koma til eyja og lifa og njóta á þínum hraða en samt fá allt það besta út úr ferðinni, þá er þetta ferðin sem hentar
Í boði
Apríl - Nov
Lengd
2 klst
Fjöldi í hóp
Hámark 17 pers.

Að njóta eyjunnar og fá innsýn í lífið í Vestmannaeyjum er eitthvað sem þessi ferð býður upp á. Hér er hægt að skoða eyjuna á sínum eigin hraða og eyða þeim tíma sem þú vilt á hverjum stað án þess að vera í kapphlaupi við tímann eða þurfa að taka tillit til annarra. Hér er farið á alla bestu staðina og ekki misst af neinu. Hægt er að stoppa og fá sér drykk á fallegum stað og njóta útsýnisins. Ef þig langar í göngu yfir hraunið eða upp á fjall þá er allt hægt í þessari ferð. Það er ekki nauðsynlegt að vera einungis í bílnum. Gerum það sem ykkur þykir skemmtilegt og setjum það saman í frábæra ferð.  Allt er þetta kryddað með skemmtilegum sögum af fólkinu í eyjum og fróðleik, því saga eyjanna er eitthvað sem getur komið á óvart.

Innihald ferðar

Viltu byrja ferðina á bryggjunni þegar þú kemur með ferjunni eða frá hótelinu eða beint eftir hádegisverð á einum af góðu veitingastöðunum okkar? Það er ekkert mál. Við getum svo t.d. byrjað að keyra inn í Herjólfsdal.  Falleg náttúruperla og gaman að skoða dalinn sem hin vinsæla Þjóhátíð er haldin. Þaðan keyrum við meðfram hamrinum og sjáum eitt vinsælasta kennileiti Vestmannaeyja, fílinn.
Til að fá yfirsýn yfir eyjuna er haldið áfram að fara á vinsælustu staðina og verðum við að kíkja upp á Stórhöfða þar sem gott útsýnið er kjörinn staður til að taka mynd. Farið er í Lundabyggðina ef áhugi er fyrir að sjá lundann í sínu náttúrulega umhverfi, en það tekur einungis 4 mín. að ganga þangað frá bílastæðinu. 
Viðkoma á nýja-hrauninu er nauðsynlegt og þar sjáum við hversu mikil ummerki gossins 1973 voru í raun og veru, skemmtilegar og hrikalegar sögur eru sagðar frá þeim tíma. Einnig er góð hugmynd að taka stutta göngu á áhugaverðustu staðina í hrauninu til að vera í enn meira návígi við náttúruna.
Inn í þessa ferð má svo flétta inn að fara að borða á góðum veitingastað eða taka drykk út í náttúrinni á fallegum stað, fara á áhugavert safn, skella sér í bátsferð, sund, golf eða hvað sem hópurinn hefur áhuga á . Þannig er hægt að gera eina ógleymanleg ferð og njóta í botn.

Innifalið

2 tíma ferð í Mercedes-Bens Luxury Sprinter
Afslættir á söfn og veitingastaði
Leiðsögn með heimamanni
Vatn, gos og léttir drykkir

Gott að vita

Þessi ferð er ekki skrifuð í stein og mjög auðvelt að breyta eftir áhugamálum
Getum aðstoðað við að bóka gistingu og aðra afþreyingu

Veljið dagsetningu


Samstarfsaðilar

VikingTours™ er fjölskyldu rekin ferðaskrifstofa með mikla reynslu og vitnesku um Vestmannaeyjar. Við bjóðum upp á mikið af úrvali af ferðum og er aðal merki okkar leiðsögn að hætti heimamanna. Leggjum áherslu á að tengja staðreyndir við skemmtilegar sögur af fólkinu í eyjum. Við bjóðum upp á margs konar upplifun frá sjó og landi, bíl, rútu og göngur. Látum mikilfenglega náttúru njóta sín og tengjum söguna og upplifun fólksins saman. Fjölbreytt fuglalíf, eldgosasaga er eitthvað sem hefur heillað mikið og einbeitum við okkur að því að hvort sem þú ert í hópi eða einstaklingar á ferð þá reynum við að uppfylla hinn fullkomna dag í eyjum. Sjáumst í sumar í eyjum.
VikingFerðir™ - VE travel ehf.
Heiðarvegi 59 - 900 Vestmannaeyjum
Tel. +354 488 4800
info@vikingtours.is
© Copyright 2020 - 2022 VikingFerðir™ VE travel ehf. - All Rights Reserved  - Friðhelgisstefna - Powered by Zix ehf.
check-circle-ouserscalendar-fullclock linkedin facebook pinterest youtube rss twitter instagram facebook-blank rss-blank linkedin-blank pinterest youtube twitter instagram