Ef þú ert fyrir smá ævintýri þá ættirðu að prófa Ribsafari. Þessi túr siglir út að Smáeyjunum og sýnir allt það besta á leiðinni þangað. Ribsafari eru harðbotna slöngubátar sem geta siglt hratt. Siglt er á hratt á milli markverða staða og þá er stoppað og sagt frá, leiðsögumennirnir eru frá eyjum og blanda skemmtilega saman fróðleik og skemmtisögum. Farið er inn í hella á leiðinni sem einungis Ribsafari og smærri bátar komast inn í og fá mikilfengleg fjöllin að njóta sín í leiðinni. Einnig er þetta einstakt tækifæri til að skoða fjölbreytt fuglalífið í návígi. Einstaka sinnum er hægt að koma auga á seli og einstaka hval ef heppnin er með okkur. Ef þú vilt upplifa Eyjarnar á einstakan og skemmtilegan hátt þá er þetta eitthvað sem þú ættir að prófa.