Fjórhjól - ATV

Tilvalin hóp- og vinaferð

Tilvalin ferð fyrir alla fjölskylduna um söguslóðir Vestmannaeyja á skemmtilegum fjórhjólum. Fjórhjólin eru sjálfskipt og auðveld í akstri og þarf því enga sérstaka reynslu á þau. Öll fjórhjólin eru 2ja manna og þarf ökumaður að hafa meðferðis gilt ökuskirteini, farþegar aftan á fjórhjólunum þurfa að vera orðnir 6 ára  
Í boði
Allt árið
Lengd
1 klst
Fjöldi í hóp
Lágmark 4 pers.

Komdu með í eins klukkustundar fjórhjólaferð um eldfjallasvæði Vestmannaeyja og upplifðu það einstaka útsýni sem eyjan og umhverfi hennar hefur uppá að bjóða.

Í ferðinni verður m.a farið á strandstað Pelagus slyssins og farið á staðinn þar sem Guðlaugur Friðþórsson náði landi eftir 5-6 km sund í svarta myrkri og köldum sjó eftir að Hellisey VE 503 fórst. Einnig verður farið um nýja-hraunið og inn í miðjan gíg Eldfells og meðfram ströndinni þar sem útsýnið er vægast sagt ótrúlegt.

Tilvalin ferð fyrir alla fjölskylduna um söguslóðir Vestmannaeyja á skemmtilegum fjórhjólum. Fjórhjólin eru sjálfskipt og auðveld í akstri og þarf því enga reynslu til að keyra þau. Öll fjórhjólin eru 2ja manna og þarf ökumaður að hafa meðferðis gilt ökuskirteini, farþegar aftan á fjórhjólunum þurfa að vera orðnir 6 ára.

Þessi ferð er undir stjórn leiðsögumanns þar sem þáttakendum stendur til boða að fá vatnsheldan galla, hanska og hjálm sem inniheldur búnað til að hlusta á sögur leiðsögumannsins þegar stoppað er á vel völdum sögulegum stöðum.

11.900 kr á mann ef 2 á hjóli
15.900 kr ef 1 á hjóli
6.900 kr fyrir börn (6 – 16 ára)

 

 

Innihald ferðar

Fjórhjólaferð um nýja-hraunið með leiðsögn
Verð fyrir fullorðin ef 2 á hjóli : 11.900 kr
Verð á fulloðin ef 1 á hjóli: 15.900 kr
Verð fyrir börn: 6.900 kr (6-16 ára)

Gott að vita

Brottför alla daga klukkan 10:00, 11:30, 14:00, 16:00 eða eftir samkomulagi
Krafa er gerð um ökuskírteini, lágmarks aldur farþega er 6 ára.
Innifalið: Hjálmur, galli og hanskar. Búnaður til að hlusta á leiðsögumann

Veljið dagsetningu

Samstarfsaðilar

VikingTours™ er fjölskyldu rekin ferðaskrifstofa með mikla reynslu og vitnesku um Vestmannaeyjar. Við bjóðum upp á mikið af úrvali af ferðum og er aðal merki okkar leiðsögn að hætti heimamanna. Leggjum áherslu á að tengja staðreyndir við skemmtilegar sögur af fólkinu í eyjum. Við bjóðum upp á margs konar upplifun frá sjó og landi, bíl, rútu og göngur. Látum mikilfenglega náttúru njóta sín og tengjum söguna og upplifun fólksins saman. Fjölbreytt fuglalíf, eldgosasaga er eitthvað sem hefur heillað mikið og einbeitum við okkur að því að hvort sem þú ert í hópi eða einstaklingar á ferð þá reynum við að uppfylla hinn fullkomna dag í eyjum. Sjáumst í sumar í eyjum.
VikingFerðir™ - VE travel ehf.
Heiðarvegi 59 - 900 Vestmannaeyjum
Tel. +354 488 4800
info@vikingtours.is
© Copyright 2020 - 2022 VikingFerðir™ VE travel ehf. - All Rights Reserved  - Friðhelgisstefna - Powered by Zix ehf.
check-circle-ouserscalendar-fullclock linkedin facebook pinterest youtube rss twitter instagram facebook-blank rss-blank linkedin-blank pinterest youtube twitter instagram