Vestmannaeyjar hafa einstaka gossögu, þar sem árið 1973 hófst eldgos í byggð um miðja nótt án viðvörunar. Áhrifin voru mikil, bæði fyrir eyjuna og fólkið sem bjó þar. Það er mikil saga tengd þessari nótt bæði jarðfræðileg, og saga fólksins sem þurfti að flýja heimilin sín mjög skyndilega. Enginn vissi hversu stórt þetta myndi verða eða hvort þau myndu einhverntíman snúa tilbaka. Eftir gosið var mikið þrekvirki unnið í að reyna koma eyjunni í samt horf. Þessi ferð er einstaklega skemmtileg fyrir þá sem vilja fræðast um gosið og heyra sögur af fólkinu sem upplifði þessa nótt. Einnig er farið létt yfir frekari sögu eyjanna þar sem stoppað er á Skansinum og farið yfir það fallega svæði sem Skansinn er og stafkirkjan og Landlyst skoðuð. Það er alltaf gaman að láta hugan reika til fyrri tíma og hugsa til fólksins sem bjó á eyjunni áður en nútíminn tók við. Við það að ganga yfir þá er maður í meiri nálægð við náttúruna og hvað er betra en að vera úti og fá söguna beint í æð frá infæddum eyjamanni. Þarna færðu mikla yfirsýn yfir hversu hrikalegt gosið var í raun og veru og hvað fólkið sýndi mikinn styrk og elju að koma til baka. Sagnheimar ramma inn heildarmyndina af sögu eyjanna með fallegri uppsetningu og myndum, og er alveg kjörið að enda þessa göngu í þessu flotta safni sem staðsett er í miðbæ Vestmannaeyja.