Söguganga yfir hraunið

Gönguferð, leiðsögn og Sagnheimar

  Þessi skemmtilega ganga er ein besta leiðin til að læra um sögu eyjanna og mannlífsins þar, sjá stórbrotið landslag og alla þá eyðileggingu sem varð hér í gosinu 1973. Innfædur leiðsögumaður fer yfir sögu gossins og segir ykkur sögur frá hvernig lífið er á eyjunni í dag og hvernig það var að lifa hér.
Í boði
Apríl - Nov
Lengd
3 klst
Fjöldi í hóp
Lágmark 6 per.

Vestmannaeyjar hafa einstaka gossögu, þar sem árið 1973 hófst eldgos í byggð um miðja nótt án viðvörunar. Áhrifin voru mikil, bæði fyrir eyjuna og fólkið sem bjó þar. Það er mikil saga tengd þessari nótt bæði jarðfræðileg, og saga fólksins sem þurfti að flýja heimilin sín mjög skyndilega. Enginn vissi hversu stórt þetta myndi verða eða hvort þau myndu einhverntíman snúa tilbaka. Eftir gosið var mikið þrekvirki unnið í að reyna koma eyjunni í samt horf.  Þessi ferð er einstaklega skemmtileg fyrir þá sem vilja fræðast um gosið og heyra sögur af fólkinu sem upplifði þessa nótt. Einnig er farið létt yfir frekari sögu eyjanna þar sem stoppað er á Skansinum og farið yfir það fallega svæði sem Skansinn er og stafkirkjan og Landlyst skoðuð.  Það er alltaf gaman að láta hugan reika til fyrri tíma og hugsa til fólksins sem bjó á eyjunni áður en nútíminn tók við.  Við það að ganga yfir þá er maður í meiri nálægð við náttúruna og hvað er betra en að vera úti og fá söguna beint í æð frá infæddum eyjamanni.  Þarna færðu mikla yfirsýn yfir hversu hrikalegt gosið var í raun og veru og hvað fólkið sýndi mikinn styrk og elju að koma til baka.  Sagnheimar ramma inn heildarmyndina af sögu eyjanna með fallegri uppsetningu og myndum, og er alveg kjörið að enda þessa göngu í þessu flotta safni sem staðsett er í miðbæ Vestmannaeyja.

Innihald ferðar

Gangan hefst á bryggjunni og er gengið í átt að Skansinum. Þar er stoppað við og farið yfir sögu þess fallega svæðis sem Skansinn er. Farið léttilega yfir þau mannvirki sem eru staðsett þar eins og stafkirkjan, Landlyst, virkið o.fl.
Frá Skansinum er gengið út á nýja hraunið sem varð til í eldgosinu 1973 og komum við þar sem gamla sundlaugin stóð. Þaðan göngum við meðfram hraunjaðrinum þar sem Vestmanneyjabær blasir við. Farið er yfir sögu hraunhitans og komið við á útsýnsipalli þar sem sagt er frá því þrekvirki sem eyjamenn stóðu frammi fyrir vinna eftir að snúið var heim aftur eftir gos. Létt og skemmtileg ganga með nokkrum sögustoppum.
Eftir það er rölt niður af hrauninu og Sagnheimar skoðaðir. Safnheimar er sögusafn okkar Vestmannaeyja og geymir sögu okkar í máli og myndum, allt frá lífinu í Eyjum fyrir Tyrkjaránið allt fram til dagsins í dag. Gefur góða mynd af sjómannslífinu, Þjóðhátíð, lundanum, gosinu o.fl.
Gangan endar á safninu svo hægt er að fara gegnum safnið á þeim hraða sem hver og einn vill. Safnið er staðsett í miðbænum og stutt þaðan á kaffihús eða í búðir.

Innifalið

Lava walk gönguferð
Aðgangseyrir á Sagnheima
Landlist og Stafkirkjan

Gott að vita

Þetta er létt ganga en það er alltaf gott að vera í góðum gönguskóm.
Klæða sig eftir veðri
Gangan endar í Sagnheimum safn sem er staðset í miðbænum þannig að það er stutt í veitingarstaði og alla þjónustu
Hægt er að fá aðstoð við að bóka og skipileggja ferðina til eyja. Bóka Herjólf, afþreyingu, söfn og matsölustaði.

Veljið dagsetningu

Samstarfsaðilar

VikingTours™ er fjölskyldu rekin ferðaskrifstofa með mikla reynslu og vitnesku um Vestmannaeyjar. Við bjóðum upp á mikið af úrvali af ferðum og er aðal merki okkar leiðsögn að hætti heimamanna. Leggjum áherslu á að tengja staðreyndir við skemmtilegar sögur af fólkinu í eyjum. Við bjóðum upp á margs konar upplifun frá sjó og landi, bíl, rútu og göngur. Látum mikilfenglega náttúru njóta sín og tengjum söguna og upplifun fólksins saman. Fjölbreytt fuglalíf, eldgosasaga er eitthvað sem hefur heillað mikið og einbeitum við okkur að því að hvort sem þú ert í hópi eða einstaklingar á ferð þá reynum við að uppfylla hinn fullkomna dag í eyjum. Sjáumst í sumar í eyjum.
VikingFerðir™ - VE travel ehf.
Heiðarvegi 59 - 900 Vestmannaeyjum
Tel. +354 488 4800
info@vikingtours.is
© Copyright 2020 - 2022 VikingFerðir™ VE travel ehf. - All Rights Reserved  - Friðhelgisstefna - Powered by Zix ehf.
check-circle-ouserscalendar-fullclock linkedin facebook pinterest youtube rss twitter instagram facebook-blank rss-blank linkedin-blank pinterest youtube twitter instagram