Gistinátta ferð

Lifa og njóta. Einna nátta ferð til eyja

Ef þú vilt upplifa Vestmannaeyjar án þess að vera í tímastressi þá er þetta frábærlega samsett ferð. Inniheldur allt það besta sem eyjarnar hafa upp á að bjóða og tíma til að njóta líka í rólegheitunum. Verð á afþreyingu gistingu og skipulagningu í pakkanum er 29.700  Hafið samband og við græjum geggjaða ferð fyrir hópin. VESTMANNAEYJAR-alltaf góð hugmynd
Í boði
Allt árið
Lengd
2 dagar 1 nótt
Fjöldi í hóp
Lágmark 8 per

Það er góð hugmynd að koma til eyja og hafa tíma til að stoppa eina nótt. Þannig nær maður að njóta betur  og fara aðeins hægar yfir. Að eiga gott kvöld á góðum veitingastað í rólegheitum er upplifun út af fyrir sig, geta svo bara rölt á gististaðinn þar sem vegalengdir eru stuttar. Í þessari ferð er búið að setja saman góðan pakka með rútufeð og fleiru, þannig að þið fáið frábæra ferð með skemmtilegum sögum og líka frjálsan tíma til að rölta um í bænum. Farið er á alla markverðustu staðina og eyjan skoðuð frá landi. Þarna er verið að njóta eyjanna eins best er á kosið og eyjastemmingin fengin beint í æð.

 

Innihald ferðar

10.45 Herjólfur leggur af stað í Landeyjahöfn. (vera komin í Landeyjahöfn 30 min. áður)
11:20 Móttaka á bryggjunni.
11:30 Rútuferð um eyjunna.Blandað er saman staðreyndum og skemmtilegum sögum. Farið er á alla vinsælustu staðina eins og Herjólfsdalinn, farið er yfir nýjahraunið og sagt frá því þegar gaus á eyjunni og hvað það markaði mikið líf eyjamanna. Farið verður svo inn í Eldheima sem geymir minningar gosins 73. Frábært að vera búin að fara um og sjá ummerki gosins áður en farið er þar inn.
13:00 Komið sér fyrir á hóteli eða gististað.
13:30 Matur á Gott eða Pizzugerðinni.
14:30 Eldheimar.
16:00 Frjáls tími til að rölta um bæinn tilalið að kíkja á Brothers Brewery eða kíkja við í einum af okkar flottu fataverslunum.
19.00 Kvöldmatur t.d Einsa Kalda eða Gott.
10:30 Sund.
11.30 mæting í Herjólf. (Herjólfur fer 12.00)

Innifalið

Herjólfur
Útsýnisferð með heimamanni
Gisting á Hótel Vestmannaeyjum
Morgunmatur
Spa, Heitir pottar á hóteli
Eldheimar. Skutl upp í Eldheima og til baka
Skipulagning

Ekki Innifalið

Matur
Drykkur

Gott að vita

Verð fyrir allan pakkan er 29700
Fyrir auka nótt á Hótel Vestmannaeyjum bætast við 7500 miðað við 2 í herbergi
Verð miðast við komu til Vestmannaeyja. Ekkert mál að græja far til Landeyjarhafnar hvaðan sem er.
Ekkert mál að breyta gistingu og veitingarstöðum.
Ekkert mál er að bæta og breyta ferð ef svo ber undir.
Gott býður hópnum upp á 10% afslátt af matseðli.
Pizzagerðin býður upp á 15% afslátt af matseðli.
Einsi Kaldi býður upp á 10% afslátt af matseðli

Veljið dagsetningu


Samstarfsaðilar

VikingTours™ er fjölskyldu rekin ferðaskrifstofa með mikla reynslu og vitnesku um Vestmannaeyjar. Við bjóðum upp á mikið af úrvali af ferðum og er aðal merki okkar leiðsögn að hætti heimamanna. Leggjum áherslu á að tengja staðreyndir við skemmtilegar sögur af fólkinu í eyjum. Við bjóðum upp á margs konar upplifun frá sjó og landi, bíl, rútu og göngur. Látum mikilfenglega náttúru njóta sín og tengjum söguna og upplifun fólksins saman. Fjölbreytt fuglalíf, eldgosasaga er eitthvað sem hefur heillað mikið og einbeitum við okkur að því að hvort sem þú ert í hópi eða einstaklingar á ferð þá reynum við að uppfylla hinn fullkomna dag í eyjum. Sjáumst í sumar í eyjum.
VikingFerðir™ - VE travel ehf.
Heiðarvegi 59
900 Vestmannaeyjum
Tel. +354 488 4800
info@vikingtours.is
© Copyright 2020 - VikingTours™ VE travel ehf. - All Rights Reserved  - Friðhelgisstefna - Powered by zix.is
check-circle-ouserscalendar-fullclock linkedin facebook pinterest youtube rss twitter instagram facebook-blank rss-blank linkedin-blank pinterest youtube twitter instagram