Gistipakki 3

Rútuferð, bátsferð og hótel

Frábær pakki fyrir þá sem vilja gera vel við sig í eyjum. Hér er í bland frábær gisting, rútuferð og bátsferð, þannig að hópurinn missir ekki af neinu.
Í boði
allt árið
Lengd
1 dagur
Fjöldi í hóp
Lágmark 10

Ein besta gisting sem er í boði í Vestmannaeyjum er á Hótel Vestmannaeyjum.  Hótelið er staðsett í hjarta bæjarins og er Einsi Kaldi veitingastaður staðsettur á hótelinu. Þetta hentar vel þeim sem vilja gera vel við sig og fá allt það besta sem eyjan hefur upp á að bjóða. Innifalið í gistingunni er rútuferð um eyjuna og erum með infæddan eyjamann sem leiðsögumann.  Það verður farið á vinsælustu staðina eins og Herjólfsdalinn, Stórhöfða, Lundabyggðina ef lundinn er á eyjunni og keyrt yfir nýjahraunið og ummerki gossins skoðuð.  Skemmtilegar sögur í bland við fróðleik og mikil yfirsýn. Enstök náttúra eyjanna skoðuð.  Einnig er innifalin bátsferð fyrir hópinn og er það alltaf einstök upplifun að skoða mikilfengleg fjöllin og hamrana frá sjó. Skemmtileg frásögn um eyjuna gerið bátsferðina enn skemmtilegri.

Innihald ferðar

2 manna herbergi með morgunmat
Rútu ferð um eyjunna
Bátsferð
Spa á hóteli

Gott að vita

Hægt er að fá aðstoð við að bóka og skipileggja ferðina til eyja. Bóka Herjólf, afþreyingu, söfn og matsölustaði.
Fyrir minni hópa ( 8-20) er ferðin farin á M.B Sprinter 20 Sæta. Fyrir stærri hópa er farið í 50 sæta nýlegri Volvo rútu
Ekkert mál er að breyta ferðum t.d rútu ferð í göngu bara hafa samband og við sníðum gistipakkan að þínum þörfum

Veljið dagsetningu


Samstarfsaðilar

VikingTours™ er fjölskyldu rekin ferðaskrifstofa með mikla reynslu og vitnesku um Vestmannaeyjar. Við bjóðum upp á mikið af úrvali af ferðum og er aðal merki okkar leiðsögn að hætti heimamanna. Leggjum áherslu á að tengja staðreyndir við skemmtilegar sögur af fólkinu í eyjum. Við bjóðum upp á margs konar upplifun frá sjó og landi, bíl, rútu og göngur. Látum mikilfenglega náttúru njóta sín og tengjum söguna og upplifun fólksins saman. Fjölbreytt fuglalíf, eldgosasaga er eitthvað sem hefur heillað mikið og einbeitum við okkur að því að hvort sem þú ert í hópi eða einstaklingar á ferð þá reynum við að uppfylla hinn fullkomna dag í eyjum. Sjáumst í sumar í eyjum.
VikingFerðir™ - VE travel ehf.
Heiðarvegi 59
900 Vestmannaeyjum
Tel. +354 488 4800
info@vikingtours.is
© Copyright 2020 - VikingTours™ VE travel ehf. - All Rights Reserved  - Friðhelgisstefna - Powered by zix.is
check-circle-ouserscalendar-fullclock linkedin facebook pinterest youtube rss twitter instagram facebook-blank rss-blank linkedin-blank pinterest youtube twitter instagram