Gistipakki 2

Rútuferð, Eldheimar og íbúð

Gisting í miðbænum í fallegum íbúðum, rútuferð um eyjuna og Eldheimar allt í enum pakka fyrir lítinn hóp.
Í boði
Allt árið
Lengd
1 dagur
Fjöldi í hóp
6 pers

Nýendurgerðar íbúðir í gömlu húsi á besta stað í miðbænum. Varla hægt að hafa það betra. Þessari gistingu fylgir skemmtileg rútuferð um eyjuna með leiðsögumanni frá eyjum. Mjög lífleg ferð þar sem farið er oft út á vinsælustu stöðunum og skoðað sig um. Helstu staðirnir eru Herjólfsdalur, Stórhöfði, Lundabyggðin ef lundinn er á eyjunni, og farið yfir nýjahraunið og saga gosins frá 1973 rakin. Sagan sögð og farið yfir staðreyndir í bland við skemmtilegar sögur af fólkinu.  Góð yfirsýn yfir alla eyjuna og með einstaka náttúru í fyrirrúmi. Einnig er farið inn í Eldheima sem er flottur endir á góðri ferð. Eftir að búið er að keyra yfir og sjá ummerki gosins og sjá hversu stór breyting var á eyjunni, þá er frábært að sjá allar myndirnar og fá alla söguna beint í æð. Eldheimar geima minngar eldgosins.

Innihald ferðar

Í boði eru 2 100m2 íbúir á besta stað í miðbænum
Sérsniðin private rútuferð um eyjuna
Eldheimar, gosminjasafn eyjamanna
Hægt er að fá aðstoð við að bóka og skipileggja ferðina til eyja. Bóka Herjólf, afþreyingu, söfn og matsölustaði.

Gott að vita

Íbúðirnar eru í sama húsi og er hægt að leigja báðar fyrir stærri hópa
Þvottavél og þurkari eru í báðum íbúðunum
Ekkert mál er að breyta ferðum t.d göngu í rútuferð bara hafa samband og við sníðum gistipakkan að þínum þörfum

Veljið dagsetningu


Samstarfsaðilar

VikingTours™ er fjölskyldu rekin ferðaskrifstofa með mikla reynslu og vitnesku um Vestmannaeyjar. Við bjóðum upp á mikið af úrvali af ferðum og er aðal merki okkar leiðsögn að hætti heimamanna. Leggjum áherslu á að tengja staðreyndir við skemmtilegar sögur af fólkinu í eyjum. Við bjóðum upp á margs konar upplifun frá sjó og landi, bíl, rútu og göngur. Látum mikilfenglega náttúru njóta sín og tengjum söguna og upplifun fólksins saman. Fjölbreytt fuglalíf, eldgosasaga er eitthvað sem hefur heillað mikið og einbeitum við okkur að því að hvort sem þú ert í hópi eða einstaklingar á ferð þá reynum við að uppfylla hinn fullkomna dag í eyjum. Sjáumst í sumar í eyjum.
© Copyright 2020 - VikingTours™ VE travel ehf. - All Rights Reserved  - Friðhelgisstefna - Powered by zix.is
check-circle-ouserscalendar-fullclock linkedin facebook pinterest youtube rss twitter instagram facebook-blank rss-blank linkedin-blank pinterest youtube twitter instagram